Hollenska framherjanum Ruud van Nistelrooy er frjálst að yfirgefa herbúðir Real Madrid í mánuðinum eftir því sem kemur fram í spænska blaðinu Marca í dag.
Nistelrooy hefur lengi átt við meiðsli að stríða en hann hefur aðeins komið við sögu í einum leik á tímabilinu. Hann skoraði í þeim leik eitt mark.
Real er sagt venjulega ekki reiðubúið að sleppa leikmönnum á miðju tímabili en það mun vilja gefa Nistelrooy tækifæri til að vinna sér sæti í hollenska landsliðinu fyrir HM í Suður-Afríku næsta sumar.
Nistelrooy hefur til að mynda verið orðaður við Liverpool á Englandi í haust.

