Banna gamla fólkinu að fóðra villikattaher 10. nóvember 2010 06:00 Ungir villkettir við Hrafnistu Elliheimilið vill losna við villiketti í nágrenninu og bannaði vistmönnum að fóðra dýrin, sem þó eiga aðra vini sem færa þeim mat. Fréttablaðið/Stefán „Í fyrra var þetta orðin alger plága svo við fengum meindýraeyði og hann tók tólf stykki. Þetta voru allt saman kolvitlausir villikettir,“ segir Björgvin Þórðarson, húsvörður hjá Hrafnistu í Hafnarfirði, um kattaplágu í hrauninu við hjúkrunarheimilið. Hrafnista er á bæjarmörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Björgvin segist hafa óskað eftir því við bæði sveitarfélögin að þau leystu málið en hvorugt vilji sinna því. „Bæjarfélögin segja að þetta séu ekki meindýr. Það yrði talsverður kostnaður fyrir stofnunina að fara að uppræta þessa villiketti sem í rauninni koma okkur ekki við,“ segir Björgvin. Meðlimir í Kattavinafélagi Íslands blanda sér í málið. „Sum þessi dýr eru slösuð, einnig eru þarna ung dýr sem lifa ekki veturinn af þarna. Vistmenn á Hrafnistu hafa hingað til laumað til þeirra mat en nú er búið að banna þeim það,“ skrifar Ragnheiður Gunnarsdóttir til Hafnarfjarðarbæjar og bætir við að koma þurfi köttunum undir læknishendur og inn á ný heimili ef mögulegt sé. Eygló Guðjónsdóttir, sem situr í stjórn Kattavinafélagsins, segir hins vegar í sínu bréfi til bæjaryfirvalda að í þessu tilfelli geti það varla flokkast undir annað en líknandi aðgerð að aflífa dýrin. „Vandamálið á ekkert eftir að gera nema stækka, kettirnir fjölga sér og að lokum verður ástandið óviðráðanlegt með öllu,“ varar Eygló við. Að sögn Björgvins henta aðstæður í hrauninu við Hrafnistu villiköttunum. Í augnablikinu sé ein læða með kettlinga undir sólpalli við eitt húsið. „Svo var eitthvað um það að gamla fólkið var að gefa þeim,“ segir Björgvin, sem staðfestir að slíkt hafi nú verið bannað á Hrafnistu. „Það var náttúrulega orðið ófært þegar það voru tíu til fimmtán kettir gónandi inn um glugga hjá fólki að biðja um mat. Villikettir eru náttúrulega ekki geltir svo þetta eru breimandi kvikindi sem fjölga sér eins og kanínur,“ segir húsvörðurinn á Hrafnistu. „Um tíma var kattaumferðin hér svo mikil að það voru komnir troðningar eins og kindastígar umhverfis aðra blokkina.“ Þrátt fyrir að vistmönnum á Hrafnistu hafi nú verið bannað að fóðra kettina eru þeir ekki alveg vinalausir. „Síðan við heyrðum þetta förum við nokkrar konur af og til og leggjum út mat handa þeim,“ segir Eygló Guðjónsdóttir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
„Í fyrra var þetta orðin alger plága svo við fengum meindýraeyði og hann tók tólf stykki. Þetta voru allt saman kolvitlausir villikettir,“ segir Björgvin Þórðarson, húsvörður hjá Hrafnistu í Hafnarfirði, um kattaplágu í hrauninu við hjúkrunarheimilið. Hrafnista er á bæjarmörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Björgvin segist hafa óskað eftir því við bæði sveitarfélögin að þau leystu málið en hvorugt vilji sinna því. „Bæjarfélögin segja að þetta séu ekki meindýr. Það yrði talsverður kostnaður fyrir stofnunina að fara að uppræta þessa villiketti sem í rauninni koma okkur ekki við,“ segir Björgvin. Meðlimir í Kattavinafélagi Íslands blanda sér í málið. „Sum þessi dýr eru slösuð, einnig eru þarna ung dýr sem lifa ekki veturinn af þarna. Vistmenn á Hrafnistu hafa hingað til laumað til þeirra mat en nú er búið að banna þeim það,“ skrifar Ragnheiður Gunnarsdóttir til Hafnarfjarðarbæjar og bætir við að koma þurfi köttunum undir læknishendur og inn á ný heimili ef mögulegt sé. Eygló Guðjónsdóttir, sem situr í stjórn Kattavinafélagsins, segir hins vegar í sínu bréfi til bæjaryfirvalda að í þessu tilfelli geti það varla flokkast undir annað en líknandi aðgerð að aflífa dýrin. „Vandamálið á ekkert eftir að gera nema stækka, kettirnir fjölga sér og að lokum verður ástandið óviðráðanlegt með öllu,“ varar Eygló við. Að sögn Björgvins henta aðstæður í hrauninu við Hrafnistu villiköttunum. Í augnablikinu sé ein læða með kettlinga undir sólpalli við eitt húsið. „Svo var eitthvað um það að gamla fólkið var að gefa þeim,“ segir Björgvin, sem staðfestir að slíkt hafi nú verið bannað á Hrafnistu. „Það var náttúrulega orðið ófært þegar það voru tíu til fimmtán kettir gónandi inn um glugga hjá fólki að biðja um mat. Villikettir eru náttúrulega ekki geltir svo þetta eru breimandi kvikindi sem fjölga sér eins og kanínur,“ segir húsvörðurinn á Hrafnistu. „Um tíma var kattaumferðin hér svo mikil að það voru komnir troðningar eins og kindastígar umhverfis aðra blokkina.“ Þrátt fyrir að vistmönnum á Hrafnistu hafi nú verið bannað að fóðra kettina eru þeir ekki alveg vinalausir. „Síðan við heyrðum þetta förum við nokkrar konur af og til og leggjum út mat handa þeim,“ segir Eygló Guðjónsdóttir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira