Innlent

Ræða í dag um stöðu umboðsmanns skuldara

Það ræðst væntanlega í dag, á fundi Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra með lögfræðingum ráðuneytisins, hvort auglýsa þurfi stöðu Runólfs Ágústssonar, sem sagði í gær af sér stöðu umboðsmanns skuldara, eða hvort nýta megi umsóknir um stöðuna frá því í júlí.

Runólfur hafði aðeins gengt stöðunni í einn virkan dag, þegar hann sagði af sér og gaf þá skýringu í uppsagnarbréfinu, að hann gæti ekki sinnt starfinu án stuðnings félagsmálaráðherra.

Þar segir Runólfur ennfremur að ráðherra hafi munnlega óskað eftir því við sig í gærmorgun, að hann víki til hliðar úr umræddu embætti, en styr hefur staðið um ráðningu Runólfs og um fjármál hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×