Innlent

Fiskvinnsla hefst aftur á Grenivík

Eftir átta mánaða hlé á bolfiskvinnslu var hún hafin á ný á Grenivík í byrjun vikunnar.  Mynd/Úr safni
Eftir átta mánaða hlé á bolfiskvinnslu var hún hafin á ný á Grenivík í byrjun vikunnar. Mynd/Úr safni
Atvinnuleysi á Grenivík þurrkaðist út í byrjun vikunnar þegar bolfiskvinnsla hófst á ný í plássinu eftir átta mánaða hlé, eins og RÚV sagði frá í kvöldfréttum á þriðjudag.

Það er útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Gjögur sem hefur í samstarfi við heimamenn á Grenivík hafið þar fiskvinnslu í húsnæði sem áður hýsti saltfiskvinnslu Brims. Sú starfsemi var lögð niður í júní síðastliðnum.

Vinnslan er ferskur bolfiskur beint til útflutnings ásamt frystingu.

Miklar endurbætur voru gerðar á tækjabúnaði, enda vinnslan frábrugðin því sem áður var.

Forsvarsmenn fyrirtækisins vona að starfsemin aukist þegar frá líður. - shá


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.