Tilikum fékk ekki að koma til Íslands 26. febrúar 2010 05:00 Vildi koma til Íslands. Háhyrningnum Tilikum, sem drap þjálfarann sinn, var meinað að koma til Íslands 1992. Hallur Hallsson, sem vann að komu Keiko, segir mikla vinnu hafa fylgt því að koma skepnunni til landsins. Háhyrningnum Tilikum var neitað um að koma til Íslands árið 1992 þegar erlendir dýraverndunarsinnar óskuðu eftir því að fá að flytja hann hingað. Tilikum hefur verið til umfjöllunar í heimspressunni undanfarna daga eftir að hann drap þjálfarann sinn, Dawn Brancheau, á sýningu í SeaWorld í Orlando í vikunni. Í grein í Morgunblaðinu frá árinu 1992 er greint frá því að leitað hafi verið eftir leyfum hjá íslenskum yfirvöldum fyrir því að flytja Tilikum til landsins en því hafi verið hafnað sökum sjúkdómahættu og af dýraverndunarsjónarmiðum. Sex árum síðar lenti hins vegar Hollywood-stjarnan Keiko á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Hallur Hallsson, sem vann að komu Keiko til Íslands, kannast ekki við umsókn Tilikum en hann segir að þeir sem stóðu að komu Keiko hafi sótt um sín leyfi til landbúnaðarráðuneytisins en ekki sjávarútvegsráðuneytisins eins og háttur hafði verið á, háhyrningar séu nefnilega spendýr en ekki fiskar. „Þetta var mikil vinna, að fá Keiko til Íslands, það kom fjöldi fólks að þessu verkefni og þetta var mjög kostnaðarsamt,“ segir Hallur. Tilikum var fangaður af skipsverjum Guðrúnar HF í október 1983 ásamt tveimur öðrum háhyrningum í Berufirði og var um tíma til sýnis í Sædýrasafninu í Hafnarfirði. Hann var síðan seldur til Bandaríkjanna en íslenskir háhyrningar voru feikilega vinsælir á fyrri hluta áttunda áratugarins eftir að slíkar veiðar voru bannaðar í Kyrrahafinu 1972. Vitað er um sex íslenska háhyrninga sem hafa náð miklum vinsældum í sjávardýragörðum, fjórir þeirra eru enn á lífi.- fgg Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Háhyrningnum Tilikum var neitað um að koma til Íslands árið 1992 þegar erlendir dýraverndunarsinnar óskuðu eftir því að fá að flytja hann hingað. Tilikum hefur verið til umfjöllunar í heimspressunni undanfarna daga eftir að hann drap þjálfarann sinn, Dawn Brancheau, á sýningu í SeaWorld í Orlando í vikunni. Í grein í Morgunblaðinu frá árinu 1992 er greint frá því að leitað hafi verið eftir leyfum hjá íslenskum yfirvöldum fyrir því að flytja Tilikum til landsins en því hafi verið hafnað sökum sjúkdómahættu og af dýraverndunarsjónarmiðum. Sex árum síðar lenti hins vegar Hollywood-stjarnan Keiko á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Hallur Hallsson, sem vann að komu Keiko til Íslands, kannast ekki við umsókn Tilikum en hann segir að þeir sem stóðu að komu Keiko hafi sótt um sín leyfi til landbúnaðarráðuneytisins en ekki sjávarútvegsráðuneytisins eins og háttur hafði verið á, háhyrningar séu nefnilega spendýr en ekki fiskar. „Þetta var mikil vinna, að fá Keiko til Íslands, það kom fjöldi fólks að þessu verkefni og þetta var mjög kostnaðarsamt,“ segir Hallur. Tilikum var fangaður af skipsverjum Guðrúnar HF í október 1983 ásamt tveimur öðrum háhyrningum í Berufirði og var um tíma til sýnis í Sædýrasafninu í Hafnarfirði. Hann var síðan seldur til Bandaríkjanna en íslenskir háhyrningar voru feikilega vinsælir á fyrri hluta áttunda áratugarins eftir að slíkar veiðar voru bannaðar í Kyrrahafinu 1972. Vitað er um sex íslenska háhyrninga sem hafa náð miklum vinsældum í sjávardýragörðum, fjórir þeirra eru enn á lífi.- fgg
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira