Litla telpan, sem brenndist þegar að hún hrasaði ofan í heitt vatn við Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal síðdegis, er kominn af slysadeild á gjörgæsludeild Landspítalans, samkvæmt upplýsingum frá lækni á slysadeild.
Hún var með annars stigs brunasár á framanverðum líkamanum og mun verða í brunameðferð á spítalanum næstu daga að sögn læknis. Slík meðferð felst í því að skipt er um umbúðir og vökvi gefinn ef þarf.
Eins og fram kom á Vísi fyrr í kvöld var telpan á ferð með foreldrum sínum, sem eru erlendir ferðamenn, þegar slysið varð.
Litla telpan komin á gjörgæslu

Tengdar fréttir

Tveggja ára telpa féll í hver
Tveggja ára telpa brenndist illa þegar að hún féll ofan í heitan hver við Strokk sem er á svæði Geysis í Haukadal síðdegis í dag.