Enn umtalsverð óánægja með hefðbundna flokka 27. september 2010 00:01 Ólafur Þ. Harðarson. Aðeins rétt ríflega helmingur þeirra 800 Íslendinga sem tóku þátt í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins tóku afstöðu þegar spurt var hvaða flokk viðkomandi myndi kjósa yrði efnt til alþingis- kosninga nú. Alls tóku 51,2 prósent þátttakenda í könnuninni, sem gerð var fimmtudaginn 23. september, afstöðu til einhvers stjórnmálaflokks. Tæplega helmingur þátttakenda, 48,8 prósent, sagðist ýmist ætla að skila auðu, sleppa því að kjósa, eða var óviss hvaða flokkur myndi fá atkvæði sitt ef kosið yrði nú. „Þetta lága svarhlutfall sýnir að enn er umtalsverð óánægja með hefðbundnu flokkana, og jafnframt að það gæti verið jarðvegur fyrir annars konar framboð á borð við Besta flokkinn," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þegar aðeins er horft til þeirra sem afstöðu tóku til flokka er Hreyfingin það framboð sem bætir við sig mestu fylgi. Flokkurinn mælist nú með stuðning 5,6 prósenta kjósenda, en mældist með 0,3 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var 18. mars síðastliðinn. Þetta fylgi myndi skila Hreyfingunni þremur þingsætum, sama fjölda og hún er með í dag. Stuðningur við Vinstri græn eykst einnig milli kannana. Flokkurinn mælist með stuðning 25,6 prósenta þeirra sem afstöðu tóku, en var með 20,6 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins. Flokkurinn fengi samkvæmt þessu sautján þingmenn, en er nú með fimmtán. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 35,6 prósent styðja flokkinn. Það er 4,7 prósentustigum lægra hlutfall en í síðustu könnun. Flokkurinn fengi miðað við það 24 þingmenn, en er með sextán í dag. Stuðningur við Samfylkinguna stendur í stað milli kannana, 23,2 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn í dag. Það myndi skila Samfylkingunni fimmtán þingmönnum, þeir eru tuttugu í dag. Stuðningur við Framsóknarflokkinn dalar verulega. Flokkurinn fengi 7,3 prósent atkvæða yrði gengið til kosninga nú, en fékk 13,3 prósent í síðustu könnun. Flokkurinn fengi fjögur þingsæti miðað við þessa niðurstöðu, en er með níu í dag. Alls sögðust 2,7 prósent styðja Borgarahreyfinguna, og fengi flokkurinn engan þingmann miðað við þá niðurstöðu. Hafa ber í huga að skekkjumörkin í könnuninni eru hærri en áður vegna þess hversu fáir tóku afstöðu til stjórnmálaflokkanna. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 51,2 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Aðeins rétt ríflega helmingur þeirra 800 Íslendinga sem tóku þátt í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins tóku afstöðu þegar spurt var hvaða flokk viðkomandi myndi kjósa yrði efnt til alþingis- kosninga nú. Alls tóku 51,2 prósent þátttakenda í könnuninni, sem gerð var fimmtudaginn 23. september, afstöðu til einhvers stjórnmálaflokks. Tæplega helmingur þátttakenda, 48,8 prósent, sagðist ýmist ætla að skila auðu, sleppa því að kjósa, eða var óviss hvaða flokkur myndi fá atkvæði sitt ef kosið yrði nú. „Þetta lága svarhlutfall sýnir að enn er umtalsverð óánægja með hefðbundnu flokkana, og jafnframt að það gæti verið jarðvegur fyrir annars konar framboð á borð við Besta flokkinn," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þegar aðeins er horft til þeirra sem afstöðu tóku til flokka er Hreyfingin það framboð sem bætir við sig mestu fylgi. Flokkurinn mælist nú með stuðning 5,6 prósenta kjósenda, en mældist með 0,3 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var 18. mars síðastliðinn. Þetta fylgi myndi skila Hreyfingunni þremur þingsætum, sama fjölda og hún er með í dag. Stuðningur við Vinstri græn eykst einnig milli kannana. Flokkurinn mælist með stuðning 25,6 prósenta þeirra sem afstöðu tóku, en var með 20,6 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins. Flokkurinn fengi samkvæmt þessu sautján þingmenn, en er nú með fimmtán. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 35,6 prósent styðja flokkinn. Það er 4,7 prósentustigum lægra hlutfall en í síðustu könnun. Flokkurinn fengi miðað við það 24 þingmenn, en er með sextán í dag. Stuðningur við Samfylkinguna stendur í stað milli kannana, 23,2 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn í dag. Það myndi skila Samfylkingunni fimmtán þingmönnum, þeir eru tuttugu í dag. Stuðningur við Framsóknarflokkinn dalar verulega. Flokkurinn fengi 7,3 prósent atkvæða yrði gengið til kosninga nú, en fékk 13,3 prósent í síðustu könnun. Flokkurinn fengi fjögur þingsæti miðað við þessa niðurstöðu, en er með níu í dag. Alls sögðust 2,7 prósent styðja Borgarahreyfinguna, og fengi flokkurinn engan þingmann miðað við þá niðurstöðu. Hafa ber í huga að skekkjumörkin í könnuninni eru hærri en áður vegna þess hversu fáir tóku afstöðu til stjórnmálaflokkanna. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 51,2 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira