Enn umtalsverð óánægja með hefðbundna flokka 27. september 2010 00:01 Ólafur Þ. Harðarson. Aðeins rétt ríflega helmingur þeirra 800 Íslendinga sem tóku þátt í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins tóku afstöðu þegar spurt var hvaða flokk viðkomandi myndi kjósa yrði efnt til alþingis- kosninga nú. Alls tóku 51,2 prósent þátttakenda í könnuninni, sem gerð var fimmtudaginn 23. september, afstöðu til einhvers stjórnmálaflokks. Tæplega helmingur þátttakenda, 48,8 prósent, sagðist ýmist ætla að skila auðu, sleppa því að kjósa, eða var óviss hvaða flokkur myndi fá atkvæði sitt ef kosið yrði nú. „Þetta lága svarhlutfall sýnir að enn er umtalsverð óánægja með hefðbundnu flokkana, og jafnframt að það gæti verið jarðvegur fyrir annars konar framboð á borð við Besta flokkinn," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þegar aðeins er horft til þeirra sem afstöðu tóku til flokka er Hreyfingin það framboð sem bætir við sig mestu fylgi. Flokkurinn mælist nú með stuðning 5,6 prósenta kjósenda, en mældist með 0,3 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var 18. mars síðastliðinn. Þetta fylgi myndi skila Hreyfingunni þremur þingsætum, sama fjölda og hún er með í dag. Stuðningur við Vinstri græn eykst einnig milli kannana. Flokkurinn mælist með stuðning 25,6 prósenta þeirra sem afstöðu tóku, en var með 20,6 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins. Flokkurinn fengi samkvæmt þessu sautján þingmenn, en er nú með fimmtán. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 35,6 prósent styðja flokkinn. Það er 4,7 prósentustigum lægra hlutfall en í síðustu könnun. Flokkurinn fengi miðað við það 24 þingmenn, en er með sextán í dag. Stuðningur við Samfylkinguna stendur í stað milli kannana, 23,2 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn í dag. Það myndi skila Samfylkingunni fimmtán þingmönnum, þeir eru tuttugu í dag. Stuðningur við Framsóknarflokkinn dalar verulega. Flokkurinn fengi 7,3 prósent atkvæða yrði gengið til kosninga nú, en fékk 13,3 prósent í síðustu könnun. Flokkurinn fengi fjögur þingsæti miðað við þessa niðurstöðu, en er með níu í dag. Alls sögðust 2,7 prósent styðja Borgarahreyfinguna, og fengi flokkurinn engan þingmann miðað við þá niðurstöðu. Hafa ber í huga að skekkjumörkin í könnuninni eru hærri en áður vegna þess hversu fáir tóku afstöðu til stjórnmálaflokkanna. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 51,2 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Aðeins rétt ríflega helmingur þeirra 800 Íslendinga sem tóku þátt í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins tóku afstöðu þegar spurt var hvaða flokk viðkomandi myndi kjósa yrði efnt til alþingis- kosninga nú. Alls tóku 51,2 prósent þátttakenda í könnuninni, sem gerð var fimmtudaginn 23. september, afstöðu til einhvers stjórnmálaflokks. Tæplega helmingur þátttakenda, 48,8 prósent, sagðist ýmist ætla að skila auðu, sleppa því að kjósa, eða var óviss hvaða flokkur myndi fá atkvæði sitt ef kosið yrði nú. „Þetta lága svarhlutfall sýnir að enn er umtalsverð óánægja með hefðbundnu flokkana, og jafnframt að það gæti verið jarðvegur fyrir annars konar framboð á borð við Besta flokkinn," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þegar aðeins er horft til þeirra sem afstöðu tóku til flokka er Hreyfingin það framboð sem bætir við sig mestu fylgi. Flokkurinn mælist nú með stuðning 5,6 prósenta kjósenda, en mældist með 0,3 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var 18. mars síðastliðinn. Þetta fylgi myndi skila Hreyfingunni þremur þingsætum, sama fjölda og hún er með í dag. Stuðningur við Vinstri græn eykst einnig milli kannana. Flokkurinn mælist með stuðning 25,6 prósenta þeirra sem afstöðu tóku, en var með 20,6 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins. Flokkurinn fengi samkvæmt þessu sautján þingmenn, en er nú með fimmtán. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 35,6 prósent styðja flokkinn. Það er 4,7 prósentustigum lægra hlutfall en í síðustu könnun. Flokkurinn fengi miðað við það 24 þingmenn, en er með sextán í dag. Stuðningur við Samfylkinguna stendur í stað milli kannana, 23,2 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn í dag. Það myndi skila Samfylkingunni fimmtán þingmönnum, þeir eru tuttugu í dag. Stuðningur við Framsóknarflokkinn dalar verulega. Flokkurinn fengi 7,3 prósent atkvæða yrði gengið til kosninga nú, en fékk 13,3 prósent í síðustu könnun. Flokkurinn fengi fjögur þingsæti miðað við þessa niðurstöðu, en er með níu í dag. Alls sögðust 2,7 prósent styðja Borgarahreyfinguna, og fengi flokkurinn engan þingmann miðað við þá niðurstöðu. Hafa ber í huga að skekkjumörkin í könnuninni eru hærri en áður vegna þess hversu fáir tóku afstöðu til stjórnmálaflokkanna. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 51,2 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira