Enn umtalsverð óánægja með hefðbundna flokka 27. september 2010 00:01 Ólafur Þ. Harðarson. Aðeins rétt ríflega helmingur þeirra 800 Íslendinga sem tóku þátt í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins tóku afstöðu þegar spurt var hvaða flokk viðkomandi myndi kjósa yrði efnt til alþingis- kosninga nú. Alls tóku 51,2 prósent þátttakenda í könnuninni, sem gerð var fimmtudaginn 23. september, afstöðu til einhvers stjórnmálaflokks. Tæplega helmingur þátttakenda, 48,8 prósent, sagðist ýmist ætla að skila auðu, sleppa því að kjósa, eða var óviss hvaða flokkur myndi fá atkvæði sitt ef kosið yrði nú. „Þetta lága svarhlutfall sýnir að enn er umtalsverð óánægja með hefðbundnu flokkana, og jafnframt að það gæti verið jarðvegur fyrir annars konar framboð á borð við Besta flokkinn," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þegar aðeins er horft til þeirra sem afstöðu tóku til flokka er Hreyfingin það framboð sem bætir við sig mestu fylgi. Flokkurinn mælist nú með stuðning 5,6 prósenta kjósenda, en mældist með 0,3 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var 18. mars síðastliðinn. Þetta fylgi myndi skila Hreyfingunni þremur þingsætum, sama fjölda og hún er með í dag. Stuðningur við Vinstri græn eykst einnig milli kannana. Flokkurinn mælist með stuðning 25,6 prósenta þeirra sem afstöðu tóku, en var með 20,6 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins. Flokkurinn fengi samkvæmt þessu sautján þingmenn, en er nú með fimmtán. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 35,6 prósent styðja flokkinn. Það er 4,7 prósentustigum lægra hlutfall en í síðustu könnun. Flokkurinn fengi miðað við það 24 þingmenn, en er með sextán í dag. Stuðningur við Samfylkinguna stendur í stað milli kannana, 23,2 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn í dag. Það myndi skila Samfylkingunni fimmtán þingmönnum, þeir eru tuttugu í dag. Stuðningur við Framsóknarflokkinn dalar verulega. Flokkurinn fengi 7,3 prósent atkvæða yrði gengið til kosninga nú, en fékk 13,3 prósent í síðustu könnun. Flokkurinn fengi fjögur þingsæti miðað við þessa niðurstöðu, en er með níu í dag. Alls sögðust 2,7 prósent styðja Borgarahreyfinguna, og fengi flokkurinn engan þingmann miðað við þá niðurstöðu. Hafa ber í huga að skekkjumörkin í könnuninni eru hærri en áður vegna þess hversu fáir tóku afstöðu til stjórnmálaflokkanna. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 51,2 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Aðeins rétt ríflega helmingur þeirra 800 Íslendinga sem tóku þátt í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins tóku afstöðu þegar spurt var hvaða flokk viðkomandi myndi kjósa yrði efnt til alþingis- kosninga nú. Alls tóku 51,2 prósent þátttakenda í könnuninni, sem gerð var fimmtudaginn 23. september, afstöðu til einhvers stjórnmálaflokks. Tæplega helmingur þátttakenda, 48,8 prósent, sagðist ýmist ætla að skila auðu, sleppa því að kjósa, eða var óviss hvaða flokkur myndi fá atkvæði sitt ef kosið yrði nú. „Þetta lága svarhlutfall sýnir að enn er umtalsverð óánægja með hefðbundnu flokkana, og jafnframt að það gæti verið jarðvegur fyrir annars konar framboð á borð við Besta flokkinn," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þegar aðeins er horft til þeirra sem afstöðu tóku til flokka er Hreyfingin það framboð sem bætir við sig mestu fylgi. Flokkurinn mælist nú með stuðning 5,6 prósenta kjósenda, en mældist með 0,3 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var 18. mars síðastliðinn. Þetta fylgi myndi skila Hreyfingunni þremur þingsætum, sama fjölda og hún er með í dag. Stuðningur við Vinstri græn eykst einnig milli kannana. Flokkurinn mælist með stuðning 25,6 prósenta þeirra sem afstöðu tóku, en var með 20,6 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins. Flokkurinn fengi samkvæmt þessu sautján þingmenn, en er nú með fimmtán. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 35,6 prósent styðja flokkinn. Það er 4,7 prósentustigum lægra hlutfall en í síðustu könnun. Flokkurinn fengi miðað við það 24 þingmenn, en er með sextán í dag. Stuðningur við Samfylkinguna stendur í stað milli kannana, 23,2 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn í dag. Það myndi skila Samfylkingunni fimmtán þingmönnum, þeir eru tuttugu í dag. Stuðningur við Framsóknarflokkinn dalar verulega. Flokkurinn fengi 7,3 prósent atkvæða yrði gengið til kosninga nú, en fékk 13,3 prósent í síðustu könnun. Flokkurinn fengi fjögur þingsæti miðað við þessa niðurstöðu, en er með níu í dag. Alls sögðust 2,7 prósent styðja Borgarahreyfinguna, og fengi flokkurinn engan þingmann miðað við þá niðurstöðu. Hafa ber í huga að skekkjumörkin í könnuninni eru hærri en áður vegna þess hversu fáir tóku afstöðu til stjórnmálaflokkanna. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 51,2 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira