Innlent

Mótmæli við Seðlabankann - einn handtekinn

Fólk hefur mótmælt fyrir utan Seðlabankann frá hádegi. Mynd/ Frikki.
Fólk hefur mótmælt fyrir utan Seðlabankann frá hádegi. Mynd/ Frikki.

Einn hefur verið handtekinn í mótmælunum við Seðlabankann. Átök brutust út nú fyrir skömmu þar sem lögreglan yfirbugaði einn mótmælandann. Lögreglan er klædd í hlífðarvesti og hefur aukin harka færst í mótmælin.

Blaðamaður Vísis, sem er staddur við Seðlabankann, segir nú um hundrað manns berja á trumbur fyrir framan bankann. Mótmælin fóru friðsamlega fram í morgun en það sem hefur nú breyst er að fjöldi lögreglumanna er mættur á svæðið. Um tíu lögreglumenn standi nú vörð um aðalinngang bankans og eru þeir útbúnir hlífðarvestum.

Nú fyrir skömmu brutust út átök þar sem einn mótmælanda neitaði að fara að tilmælun lögreglunnar. Lögreglan bjó til múr í kringum hann, þeir tókust á við hann og handtóku. Búið er að færa hann í lögreglubíl og flytja af vettvangi.










Tengdar fréttir

Seðlabankinn læstur af öryggisástæðum

„Mér sýnist að menn séu búnir að segja sitt og séu að fara," segir Stefán Jóhann Stefánsson, starfsmaður Seðlabankans. Dyrum Seðlabankans var lokað í öryggisskini vegna mótmælanna en ekki gripið til frekari aðgerða.

Mótmæli í hádeginu: Það stefnir allt í óefni

„Það virðist allt stefna í óefni,“ segir Hörður Torfason, tónlistarmaður, en hann ætlar að sýna samstöðu og mótmæla í fyrir utan Seðlabankann í hádeginu í dag. Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Seðlabankann vegna tilmæla bankans og FME varðandi vexti sem gengistryggðu lánin eigi að bera.

Vuvuzela lúðrar þeyttir við Seðlabankann - barið á dyr

Um 500 manns eru saman komnir fyrir utan Seðlabanka Íslands á Arnarhóli þar sem tilmælum bankans og FME varðandi vexti sem gengistryggðu lánin eigi að bera er mótmælt. Fólkið framkallar mikinn hávaða, með búsáhöldum, trommum og Vuvuzela lúðrum sem hrellt hafa áhorfendur HM undanfarinn mánuð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×