Innlent

Vuvuzela lúðrar þeyttir við Seðlabankann - barið á dyr

Um fimmhundruð manns mótmæla nú á Arnarhóli.
Um fimmhundruð manns mótmæla nú á Arnarhóli.

Um 500 manns eru saman komnir fyrir utan Seðlabanka Íslands á Arnarhóli þar sem tilmælum bankans og FME varðandi vexti sem gengistryggðu lánin eigi að bera er mótmælt. Fólkið framkallar mikinn hávaða, með búsáhöldum, trommum og Vuvuzela lúðrum sem hrellt hafa áhorfendur HM undanfarinn mánuð.

Það var barið á dyrnar á Seðlabankanum. Mynd/ Frikki.

Mótmælin fóru í fyrstu friðsamlega fram en nú hefur hópur fólks tekið sér stöðu við dyr bankans og ber þær með alls kyns verkfærum. Lögregla hefur enn ekkert látið sjá sig.

Dyrum bankans hefur verið læst og ekkert hefur sést til bankastjóra eða annara talsmanna bankans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×