Innlent

Nýlistasafnið hlaut Safnaverðlaunin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin í dag. Mynd/ GVA.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin í dag. Mynd/ GVA.
Nýlistasafnið í Reykjavík hlaut Safnaverðlaunin í ár við hátíðlega athöfn að Bessastöðum. Í rökstuðningi dómnefndar segir að safnið hafi með starfsemi sinni mætt fjölbreyttum áskorunum á nýstárlegan hátt og verið lifandi vettvangur söfnunar, miðlunar og rannsókna á íslenskri myndlist.

Eins og fréttastofa greindi frá fyrr í dag voru auk Nýlistasafnsins, Byggðasafn Skagfirðinga að Glaumbæ og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi tilnefnd til verðlaunanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×