Íslenski boltinn

Gunnar í viðræðum við FH: Ekki sanngjörn samkeppni hjá KR

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Gunnar í bikarleiknum gegn Þrótti á dögunum.
Gunnar í bikarleiknum gegn Þrótti á dögunum. Fréttablaðið/Daníel
Gunnar Kristjánsson mun ræða við FH í dag og vonast til að ganga í raðir félagsins í vikunni. Gunnar sagði við Vísi að hann biði eftir að KR og FH ræddu betur saman um mál hans en síðan myndi hann væntanlega fara í Hafnarfjörðinn.

"Ég bíð eftir símtali frá FH og er spenntur að heyra hvað þeir hafi fram á að bjóða. Maður vill aldrei fara frá KR en ég verð að fara. Ég er ekki búinn að fá að spila neitt og þjálfaraskiptin sem urðu í dag breyta ekki neinu um ákvörðun mína. Ég ákvað þetta fyrir nokkru síðan," sagði Gunnar.

"Ég er ekki hræddur við samkeppni en það verður að vera sanngjörn samkeppni. Hún var það ekki hjá KR en ég hef heyrt að hún sé það hjá FH," sagði Gunnar sem hefur rætt við Rúnar Kristinsson, nýráðinn þjálfara KR um sín mál.

"Ég þekki Rúnar orðið nokkuð vel og hann segir að hann hindri mig ekki í að spila, hvar sem það er," sagði Gunnar sem hefur komið við sögu í sex af tólf leikjum KR í deildinni í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×