Innlent

Ósakhæfi leiðir til sýknu

Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana að morgni sunnudagsins 15. ágúst síðastliðinn, er talinn ósakhæfur. Þetta er niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar hefur gengist undir.

Tveir geðlæknar munu leggja yfirmat á geðrannsóknina. Dómari í málinu mun þó úrskurða endanlega um sakhæfi hans.

Brynjar Níelsson, hæstarréttarlögmaður, útskýrir hvað það þýðir að vera ósakhæfur og hvað verður um þann einstakling sem er talinn ósakhæfur í myndskeiðinu hér að ofan.


Tengdar fréttir

Fór vopnaður í vettvangsferð fyrr um kvöldið

Gunnar Rúnar Sigurþórsson fór í vettvangsferð, með morðvopnið meðferðis, í grennd við heimili Hannesar Þórs Helgasonar um miðnætti aðfaranótt 15. ágústs. Hann áttaði sig á því að Hannes væri ekki heima og lét því ekki til skara skríða fyrr en undir morgun.

Játning Gunnars Rúnars

Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði fyrir helgi fyrir dómi að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Hann er ákærður fyrir að stinga Hannes ítrekað með hnífi. Hér verður farið yfir játningu Gunnars Rúnars og hvað hann var að hugsa áður en myrti Hannes Þór.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×