Innlent

Söluturn kemur í staðinn fyrir grasker á Lækjartorgi

Söluturninn við Mæðragarð fer á Lækjartorg
Söluturninn við Mæðragarð fer á Lækjartorg
Nú þegar að Besti flokkurinn hefur látið fjarlægja graskerið á Lækjartorgi, eins og Jón Gnarr borgarstjóri lofaði nokkrum mínútum eftir að hann settist í stól borgarstjóra, ætlar flokkurinn að koma söluturninum sem er í Mæðragarðinum fyrir á Lækjartorgi. Heiða Kristín Helgadóttir, aðstoðarkona borgarstjóra, segir að söluturninn hafi verið þar áður en hann var færður í Mæðragarðinn fyrir mörgum árum.

Flokkurinn nefndi einnig þá hugmynd fyrir kosningar að færa útilegumanninn sem er fyrir framan kirkjugarðinn við Suðurgötuna, á Lækjartorg. Heiða segir að búið sé að bakka með þá hugmynd í bili því verið er að útfæra heildstæðari mynd á torgið.

Aðspurð hvers vegna það hafi tekið 21 dag fyrir Besta flokkinn að færa graskerið segir hún að stjórnsýslan hafi verið flóknari en flokkurinn gerði ráð fyrir. „Við vorum kannski að kynnast kerfinu og vildum hlusta á hugmyndir um hvernig mætti nýta þetta betur," segir hún en niðurstaðan varð að lokum að fjarlægja graskerið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×