Innlent

Búið að slökkva eldinn á Skálmarnesi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Búið er að slökkva eldinn sem kom upp á Skálmarnesi á Barðastönd nálægt bænum Ingunnarstöðum um sjöleytið í morgun. Lögreglan á Vestfjörðum segir að um einn hektari hafi brunnið og var um tíma óttast að nálæg sumarhús væru í hættu.

Slökkviliðsmenn frá Patreksfirði og Reykhólum verða á staðnum eitthvað fram eftir degi til að fyrirbyggja að nokkursstaðar leynist glóð. Leið slökkviliðsmannanna frá Reykhólum og Patreksfirði var bæði löng og torfær en áætla má að hvort slökkvilið um sig hafi þurft að aka um 120 kílómetra til að komast að eldinum.

Lögreglan á Vestfjörðum segir að lítið hafi rignt á svæðinu síðustu tvo til þrjá mánuði og lítill snjór hafi verið á fjöllum. Því sé mikil eldhætta þarna. Þess vegna verði þeir sem fari þarna um að fara gætilega með eld. Talið er að eldurinn þarna hafi blossað upp þegar verið var að kveikja í spreki.




Tengdar fréttir

Mikill sinueldur á Barðaströnd

Mikill sinueldur kom upp að Skálmarnesi á Barðaströnd um sjöleytið í morgun nálægt jörðinni Ingunnarstöðum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum er sumarhúsabyggð á jörðinni og var um tíma talið að sumarhús gætu verið í hættu. Slökkviliðið í Reykhólasveit og á Patreksfirði vinna að því að ráða niðurlögum eldsins. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×