Lífið

Friðrik Dór lofar miklu fjöri á útgáfutónleikum í kvöld

Tónleikarnir hefjast klukkan hálf tólf í kvöld og lofar Friðrik Dór mikilli skemmtun og fjöri.
Tónleikarnir hefjast klukkan hálf tólf í kvöld og lofar Friðrik Dór mikilli skemmtun og fjöri. Mynd/elly@365.is
„Þetta verður veisla, ein stór veisla, því get ég lofað,“ segir Friðrik Dór, söngvari, sem heldur útgáfutónleika á Nasa í kvöld. Hann lofar mikilli stemmingu en fjöldi tónlistarmanna koma fram með söngvaranum í kvöld. Á meðal þeirra eru Erpur Eyvindarson, Ásgeir Orri og Steindi Jr., auk þess mun rapparinn Henrik Biering taka lagið ásamt góðum gestum.

Í kvöld verður Friðrik Dór með „live-band" með sér á sviðinu en flestir af þeim eru fyrrum meðlimir hljómsveitarinnar Jakobínarína, sem sló í gegn fyrir nokkrum árum.

Áður en útgáfutónleikarnir hefjast mun hljómsveitin Jón Jónsson hita upp, en forsprakki þeirrar hljómsveitar er Jón Ragnar Jónsson, bróðir Friðriks Dórs.

„Ég er rosalega spenntur fyrir þessu og ég lofa miklu fjöri,“ segir Friðrik Dór.

Miðaverð er 1000 krónur í forsölu á midi.is og þá verður einnig hægt að kaupa miða við hurðina á Nasa í kvöld á 1500 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.