Lífið

Grohl leitar aftur í ræturnar

Dave Grohl vinnur aftur með fólki frá Nirvana-árunum.
Dave Grohl vinnur aftur með fólki frá Nirvana-árunum.
Rokkarinn Dave Grohl er ánægður með samstarf sitt og upptökustjórans Butch Vig við gerð nýrrar plötu hljómsveitarinnar Foo Fighters. Grohl segir endurnýjuð kynni þeirra vera eins og að sofa aftur hjá gamalli kærustu.

Dave Grohl vinnur nú með upptökustjóranum í fyrsta sinn síðan hann var trommari hljómsveitarinnar Nirvana og Butch Vig stjórnaði upptökunum á plötunni Nevermind. Grohl segist þó hafa haft efaemdir um að samstarfið myndi ganga. „Að gera plötu með upptökustjóra sem þú hefur unnið með áður er ekki ósvipað og að sofa hjá kærustu sem þú áttir fyrir tuttugu árum. Það getur verið frábært en það getur líka verið hræðilegt. En samstarf okkar er mjög eðlilegt og þægilegt og hann er sami gaur og fyrir tuttugu árum. Hann notar rakspíra núna. Ég held að það sé eini munurinn.“

Platan sem þeir vinna að verður sjöunda plata Foo Fighters og á henni verður meira um endurfundi. Krist Novoselic, bassaleikari Nirvana, lætur til sín taka í einu lagi og Grohl segir það hafa verið tilfinningaríka stund þegar þeir unnu saman í fyrsta sinn síðan Kurt Cobain, söngvari Nirvana, skaut sig fyrir 16 árum. „Þegar við hittumst tengjumst við í gegnum góðu og slæmu hlutina,“ segir Grohl.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.