Kemur ekki ótilneyddur 12. maí 2010 06:45 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, ætlar ekki að mæta sjálfviljugur til Íslands í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara. Þetta sagði Sigurður þegar Fréttablaðið náði tali af honum í London í gærkvöldi. Alþjóðalögreglan Interpol gaf í gær út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði, sem hefur neitað að verða við tilmælum um að koma til yfirheyrslu. „Ég er algerlega hlessa á þessum síðustu tíðindum," segir Sigurður. „Það kemur mér mjög á óvart að menn séu handteknir um leið og þeir koma til landsins," segir hann og vísar þar til Ingólfs Helgasonar og Steingríms P. Kárasonar, fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi, sem voru handteknir við komuna til landsins í fyrrinótt. Áður höfðu Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. „Þessar handtökur og gæsluvarðhaldsúrskurðir eru að mínu viti fullkomlega ástæðulaus og ég mun að minnsta kosti ekki sjálfviljugur taka þátt í því leikriti, sem mér sýnist vera sett upp til þess að sefa reiði þjóðarinnar, eins og gefið hefur verið í skyn og ráðamenn hafa ekki treyst sér til að neita." Spurður um handtökuskipunina sem Interpol hefur gefið út og hvort hann hyggist koma til landsins í ljósi hennar segir Sigurður: „Ég mun láta reyna á þau mannréttindi sem ég bý við hér í Bretlandi og kem þar af leiðandi ekki heim í þessar aðstæður ótilneyddur." Sigurður vildi ekki tjá sig frekar um málið. Verði Sigurður handtekinn ytra munu þarlendir dómstólar þurfa að úrskurða um það hvort hann verði framseldur til Íslands. - Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, ætlar ekki að mæta sjálfviljugur til Íslands í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara. Þetta sagði Sigurður þegar Fréttablaðið náði tali af honum í London í gærkvöldi. Alþjóðalögreglan Interpol gaf í gær út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði, sem hefur neitað að verða við tilmælum um að koma til yfirheyrslu. „Ég er algerlega hlessa á þessum síðustu tíðindum," segir Sigurður. „Það kemur mér mjög á óvart að menn séu handteknir um leið og þeir koma til landsins," segir hann og vísar þar til Ingólfs Helgasonar og Steingríms P. Kárasonar, fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi, sem voru handteknir við komuna til landsins í fyrrinótt. Áður höfðu Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. „Þessar handtökur og gæsluvarðhaldsúrskurðir eru að mínu viti fullkomlega ástæðulaus og ég mun að minnsta kosti ekki sjálfviljugur taka þátt í því leikriti, sem mér sýnist vera sett upp til þess að sefa reiði þjóðarinnar, eins og gefið hefur verið í skyn og ráðamenn hafa ekki treyst sér til að neita." Spurður um handtökuskipunina sem Interpol hefur gefið út og hvort hann hyggist koma til landsins í ljósi hennar segir Sigurður: „Ég mun láta reyna á þau mannréttindi sem ég bý við hér í Bretlandi og kem þar af leiðandi ekki heim í þessar aðstæður ótilneyddur." Sigurður vildi ekki tjá sig frekar um málið. Verði Sigurður handtekinn ytra munu þarlendir dómstólar þurfa að úrskurða um það hvort hann verði framseldur til Íslands. -
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira