Kemur ekki ótilneyddur 12. maí 2010 06:45 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, ætlar ekki að mæta sjálfviljugur til Íslands í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara. Þetta sagði Sigurður þegar Fréttablaðið náði tali af honum í London í gærkvöldi. Alþjóðalögreglan Interpol gaf í gær út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði, sem hefur neitað að verða við tilmælum um að koma til yfirheyrslu. „Ég er algerlega hlessa á þessum síðustu tíðindum," segir Sigurður. „Það kemur mér mjög á óvart að menn séu handteknir um leið og þeir koma til landsins," segir hann og vísar þar til Ingólfs Helgasonar og Steingríms P. Kárasonar, fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi, sem voru handteknir við komuna til landsins í fyrrinótt. Áður höfðu Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. „Þessar handtökur og gæsluvarðhaldsúrskurðir eru að mínu viti fullkomlega ástæðulaus og ég mun að minnsta kosti ekki sjálfviljugur taka þátt í því leikriti, sem mér sýnist vera sett upp til þess að sefa reiði þjóðarinnar, eins og gefið hefur verið í skyn og ráðamenn hafa ekki treyst sér til að neita." Spurður um handtökuskipunina sem Interpol hefur gefið út og hvort hann hyggist koma til landsins í ljósi hennar segir Sigurður: „Ég mun láta reyna á þau mannréttindi sem ég bý við hér í Bretlandi og kem þar af leiðandi ekki heim í þessar aðstæður ótilneyddur." Sigurður vildi ekki tjá sig frekar um málið. Verði Sigurður handtekinn ytra munu þarlendir dómstólar þurfa að úrskurða um það hvort hann verði framseldur til Íslands. - Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, ætlar ekki að mæta sjálfviljugur til Íslands í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara. Þetta sagði Sigurður þegar Fréttablaðið náði tali af honum í London í gærkvöldi. Alþjóðalögreglan Interpol gaf í gær út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði, sem hefur neitað að verða við tilmælum um að koma til yfirheyrslu. „Ég er algerlega hlessa á þessum síðustu tíðindum," segir Sigurður. „Það kemur mér mjög á óvart að menn séu handteknir um leið og þeir koma til landsins," segir hann og vísar þar til Ingólfs Helgasonar og Steingríms P. Kárasonar, fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi, sem voru handteknir við komuna til landsins í fyrrinótt. Áður höfðu Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. „Þessar handtökur og gæsluvarðhaldsúrskurðir eru að mínu viti fullkomlega ástæðulaus og ég mun að minnsta kosti ekki sjálfviljugur taka þátt í því leikriti, sem mér sýnist vera sett upp til þess að sefa reiði þjóðarinnar, eins og gefið hefur verið í skyn og ráðamenn hafa ekki treyst sér til að neita." Spurður um handtökuskipunina sem Interpol hefur gefið út og hvort hann hyggist koma til landsins í ljósi hennar segir Sigurður: „Ég mun láta reyna á þau mannréttindi sem ég bý við hér í Bretlandi og kem þar af leiðandi ekki heim í þessar aðstæður ótilneyddur." Sigurður vildi ekki tjá sig frekar um málið. Verði Sigurður handtekinn ytra munu þarlendir dómstólar þurfa að úrskurða um það hvort hann verði framseldur til Íslands. -
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira