Innlent

Forstjóri Lýsingar kannast ekki við bílastuld

Halldór Jörgensson, forstjóri Lýsingar.
Halldór Jörgensson, forstjóri Lýsingar.

„Ég veit ekki um neitt sem hefur verið stolið frá okkur," segir Halldór Jörgensson forstjóri Lýsingar. Stöð 2 fjallaði í kvöld um mál manns sem hélt því fram að hann hefði stolið bíl af plani Lýsingar sem tryggingu fyrir peningum sem hann taldi sig eiga inni hjá fyrirtækinu.

Í frétt Stöð 2 kom fram að gengislánaskuldarinn kvaðst hafa farið inn á geymslusvæði Lýsingar í nótt og dregið þaðan bíl - til tryggingar endurgreiðslu frá Lýsingu. Hann gaf jafnframt Glitni 7 daga frest til að veita sér tryggingu fyrir endurgreiðslu.

Maðurinn vildi ekki segja til nafns þegar Stöð 2 ræddi við hann en sagðist einnig hafa í vörslu sinni hluti frá SP fjármögnun, auk bílsins. SP Fjármögnun kannaðist ekki við að tæki hefðu horfið af geymslusvæði þeirra.

Halldór Jörgensson segist ekki kannast við frásögn mannsins. „Það hefur engu verið stolið frá okkur," segir hann en aðspurður segist hann þó ekki geta útilokað það. Til þess þurfi hann nánari upplýsingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×