Innlent

Dæmi um ævintýralegar tekjur sjómanna á makrílveiðum

Dæmi eru nú um ævintýralegar tekjur sjómanna um borð í nokkrum stærstu fjölveiði- og vinnsluskipum fiskiskipaflotans, sem eru nú um hundrað mílur austur af landinu við makrílveiðar, og vinnslu um borð.

Skipin geta fryst allt að 150 tonn af makríl á sólarhring og miðað við að hátt í 200 krónur fást á erlendum mörkuðum fyrir kílóið af frystum makríl, getur aflaverðmætið farið upp í 20 til 25 milljónir króna á dag.

Kunnugir segja að það séu einhver mestu uppgrip á sjónum síðan fyrst var farið að veiða loðnu hér við land seint á síðustu öld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×