Íslenski boltinn

KR-ingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Mynd/Daníel
KR-ingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleik karla með 4-0 sigri á Fram í undanúrslitleik liðanna í VISA-bikarnum sem fram fór á KR-vellinum í kvöld. KR-ingar eru komnir alla leið í bikaúrslitin í sextánda sinn og mæta Íslandsmeisturum FH-inga í úrslitaleiknum sem fram fer á Laugardalsvellinum 14. ágúst næstkomandi.

Framarar voru í fínum málum framan af leik en allt breyttist á 29. mínútu þegar þeir misstu fyrirliða sinn Kristján Hauksson útaf með rautt spjald þegar hann braut á Guðjóni Baldvinssyni sem var að sleppa í gegn.

KR-ingar komu sér í kjölfarið inn í leikinn. Óskar Örn Hauksson kom KR í 1-0 eftir sendingu Skúla Jóns Friðgeirssonar á 40. mínútu og lagði síðan upp skallamark fyrir Grétar Sigfinn Sigurðarsson á 58. mínútu.

Björgólfur Takefusa innsiglaði síðan sigurinn með tveimur mörkum á síðustu 20 mínútunum, það fyrra skoraði hann með þrumuskoti eftir stutta aukaspynu Óskars Arnar en það síðara af stuttu færi eftir frábæran undirbúning Baldurs Sigurðssonar.

Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: KR - Fram





Tengdar fréttir

KR-ingar hafa verið betri en Framarar í vítakeppnum

KR og Fram mætast í kvöld í seinni undanúrslitaleiknum í VISA-bikar karla en leikurinn fer fram á KR-velli og hefst klukkan 19.15. Sigurvegari leiksins mætir FH í bikaúrslitaleiknum 14. ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×