Íslenski boltinn

Garðar Jóhannsson í Stjörnuna á morgun?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Garðar í leik með Hansa.
Garðar í leik með Hansa. AFP
Garðar Jóhannsson er enn að leita sér að nýju félagi erlendis en hann gæti samið við Stjörnuna fyrir lokun félagaskiptagluggans um helgina.

Garðar sagði við Vísi að ekkert sérstakt væri í burðarliðnum hjá sér erlendis.

Aðspurður hvort hann semdi þá við Stjörnuna sem hefur þegar talað við hann sagði Garðar: "Það gæti endað þannig."

Framherjinn bætti við að hann gæti samið við Stjörnuna en haldið áfram að leita sér að félagi þar sem glugginn í Evrópu lokar ekki fyrr en 1. september.

Hann myndi því semja við Stjörnuna gegn því að fá að fara frítt frá félaginu hvenær sem er.

Garðar lék með Stjörnunni til ársins 2002 þegar hann fór til KR. Hann lék einnig með Val á Íslandi áður en hann fór til Noregs. Þar lék hann með Fredrikstad áður en hann gekk í raðir þýska liðsins Hansa Rostock.

Hann æfði hjá danska liðinu SønderjyskE nýverið. "Þeir vildu mig ekki af því ég var ekki í formi," sagði Garðar og viðurkenndi að formið hefði ekki verið upp á sitt besta. "En eftir þetta hef ég verið duglegur og ég er að komast í gott stand."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×