Íslenski boltinn

ÍBV efst yfir Þjóðhátíð líkt og 1998 þegar það varð meistari

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Steingrímur varð markakóngur 1998, hann skoraði sextán mörk í sextán leikjum.
Steingrímur varð markakóngur 1998, hann skoraði sextán mörk í sextán leikjum. Mynd/Júlíus Ingason
Það verður Þjóðhátíð í Eyjum um helgina líkt og allar Verslunarmannahelgar frá því á síðustu öld. ÍBV er á toppnum í Pepsi-deildinni, sem það var líka árið 1998 þegar það varð síðast Íslandsmeistari.

Eyjamenn lögðu mikla áherslu á að vera efstir yfir Þjóðhátíðina sína í ár. Það tókst, þeir hafa þriggja stiga forystu á Blika eftir þrettán umferðir.

ÍBV varð meistari árið 1998 eftir stórskemmtilegan endasprett. Liðið tapaði fyrir ÍA í síðustu umferð fyrir Þjóðhátíð í lok júlí en hafði 22 stig, líkt og Skagamenn, eftir umferðina. Bæði höfðu fjögurra stiga forystu á KR.

KR tókst aðeins einu sinni að hafa toppsætið af ÍBV eftir Þjóðhátíðina, eftir sextándu umferðina um miðjan september.

ÍBV vann svo Leiftur á meðan KR tapaði fyrir Keflavík og í átjándu og síðustu umferðinni vann ÍBV svo KR, 2-0 í Frostaskjólinu þar sem liðið tryggði sér titilinn. Liðið sigldi svo heim með Herjólfi og öðrum í Þjóðhátíð var slegið upp í Herjólfsdal við heimkomuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×