Róttæk öfl sögð á bak við menningarsetur múslima Andri Ólafsson skrifar 9. október 2010 18:37 Á Íslandi eru starfrækt tvö félög múslima. Það er annars vegar Félag múslima á Íslandi, sem hefur verið starfrækt í 13 ár en þar er Salman Tamimi í forsvari fyrir um 370 múslima. Hins vegar er það menningarsetur múslima, sem stofnað var fyrir tveimur árum, og telur um 250 manns. Í menningarsetri múslima eru einstaklingar sem Salman Tamimi segist hafi rekið úr sínu félagi fyrir að hafa brotið lög félagsins um öfga, ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Þessir sömu aðilar eru í forsvari fyrir hópi fjárfesta sem fest hafa kaup á Ýmishúsinu. Í húsinu verður menningarsetur fyrir múslima, bænaaðstaða, barnaskóli og fleira. Fjárfestarnir á bak við þessi 250 milljón króna kaup eru erlendir. Þeir heita Hussein Al-Daoudi, Maryam Moe og Sulaiman Abdullah Alshiddi. Það eru tengsl Hussein Al-Daoudi við öfgafulla múslima sem sett hafa verið spurningamerki við. Hussein Al-Daoudi er skólastjóri Al-Salam einkaskólans í Svíþjóð sem gagnrýndur hefur verið fyrir að þiggja fjárframlög frá íslömskum trúboðasamtökum i Saudi Arabíu. Þau eru nátengd Al-Haramein samtökunum sem eru á lista öryggisráðs Sameinu þjóðanna yfir hryðjuverkasamtök. Bandarísk yfirvöld telja sig hafa upplýsingar um að Al-Haramein hafi fjármagnað hryðjuverkahópa, á borð við Al-Kaída. Salman Tamimi hefur lýst yfir áhyggjum af að Ýmishúsið og menningarmiðstöð múslima, sem þar á að vera, sé fjármagnað með þessum hætti. Hann vill að starf múslima á Íslandi séu á íslenskum forsendum, ekki Saudi-arabískum. Formaður félags menningarseturs múslima segir að fjárfestarnir þrír leggi eingöngu til peninga og muni ekki koma að starfseminni sjálfri. Hann vísar því á bug að fjárfestarnir hafi eitthvað með hryðjuverk að gera. Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Á Íslandi eru starfrækt tvö félög múslima. Það er annars vegar Félag múslima á Íslandi, sem hefur verið starfrækt í 13 ár en þar er Salman Tamimi í forsvari fyrir um 370 múslima. Hins vegar er það menningarsetur múslima, sem stofnað var fyrir tveimur árum, og telur um 250 manns. Í menningarsetri múslima eru einstaklingar sem Salman Tamimi segist hafi rekið úr sínu félagi fyrir að hafa brotið lög félagsins um öfga, ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Þessir sömu aðilar eru í forsvari fyrir hópi fjárfesta sem fest hafa kaup á Ýmishúsinu. Í húsinu verður menningarsetur fyrir múslima, bænaaðstaða, barnaskóli og fleira. Fjárfestarnir á bak við þessi 250 milljón króna kaup eru erlendir. Þeir heita Hussein Al-Daoudi, Maryam Moe og Sulaiman Abdullah Alshiddi. Það eru tengsl Hussein Al-Daoudi við öfgafulla múslima sem sett hafa verið spurningamerki við. Hussein Al-Daoudi er skólastjóri Al-Salam einkaskólans í Svíþjóð sem gagnrýndur hefur verið fyrir að þiggja fjárframlög frá íslömskum trúboðasamtökum i Saudi Arabíu. Þau eru nátengd Al-Haramein samtökunum sem eru á lista öryggisráðs Sameinu þjóðanna yfir hryðjuverkasamtök. Bandarísk yfirvöld telja sig hafa upplýsingar um að Al-Haramein hafi fjármagnað hryðjuverkahópa, á borð við Al-Kaída. Salman Tamimi hefur lýst yfir áhyggjum af að Ýmishúsið og menningarmiðstöð múslima, sem þar á að vera, sé fjármagnað með þessum hætti. Hann vill að starf múslima á Íslandi séu á íslenskum forsendum, ekki Saudi-arabískum. Formaður félags menningarseturs múslima segir að fjárfestarnir þrír leggi eingöngu til peninga og muni ekki koma að starfseminni sjálfri. Hann vísar því á bug að fjárfestarnir hafi eitthvað með hryðjuverk að gera.
Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira