Innlent

Menntaskólastærðfræði kennd með hjálp tölvuforrita

Ellert Ólafsson Höfundur kennslubókarinnar segir að tölvutæknin muni valda byltingu í stærðfræðikennslu á næstu árum.fréttablaðið/arnþór
Ellert Ólafsson Höfundur kennslubókarinnar segir að tölvutæknin muni valda byltingu í stærðfræðikennslu á næstu árum.fréttablaðið/arnþór
Kennslubókin Stærðfræði í takt við tímann kom nýlega út en um er að ræða kennslubók í stærðfræði sem byggir á kennslu með notkun tölvuforrita. Bókin er ætluð framhaldsskólanemum en með henni skal nota stærðfræðiforritið Maple.

Ellert Ólafsson verkfræðingur er höfundur bókarinnar. Hann segir tölvuvæðingu stærðfræðikennslu vera byltingu sem muni valda miklum breytingum á næstu árum. „Ég veit ekki hvort það á að kalla þetta kennslubók því þetta er byltingarkennd bók. Það er verið að umturna aðferðinni við stærðfræðikennslu og efnið í stærðfræðinni mun breytast alveg,“ segir Ellert. Hann segir að sá utanbókarlærdómur sem nú tíðkist geri engum gagn og að það sé einfaldlega úrelt að kenna stærðfræði án annarra verkfæra en blaðs og blýants.

Í menntaskólanum Hraðbraut hefur undanfarin þrjú ár verið notast við Maple í stærðfræðikennslu. Viðar Ágústsson hefur kennt stærðfræði með hjálp forritsins undanfarin þrjú ár. Hann segist mæla með notkun þess. „Ég hef verið að nota Maple í efri stærðfræðiáföngunum í Hraðbraut. Ég kenni nemendum að nota forritið til að sjá hvort lausnirnar þeirra séu réttar og til að sjá hver leiðin að lausninni er,“ segir Viðar og bætir því við að þetta gefi nemendunum sjálfstraust til að glíma við dæmin og möguleikann á að leika sér svolítið með þau.- mþl


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.