FME mannað af krökkum án reynslu 14. apríl 2010 02:00 voru stórir og sterkir Starfsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja eru sagðir hafa litið á Fjármálaeftirlitið sem óvin. Þeir gengu afar hart fram og neyttu aflsmunar í samskiptum sínum við reynslulítið starfsfólks FME. Reynsluleysi starfsmanna Fjármálaeftirlitsins hafði mikil áhrif á samskipti stofnunarinnar við fjármálafyrirtæki. Eftirlitinu hélst ekki á fólki vegna hærri launa annars staðar. Bankarnir keyptu til sín bestu bitana og litu á Fjármálaeftirlitið sem óvin. Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins (FME) hafði ekki þá reynslu, og í sumum tilvikum menntun, sem störf þeirra kröfðust á þeim tíma sem bankakerfið þandist út hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og vinnuhóps um siðferði og starfshætti. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að FME hafi, líkt og Seðlabanki Íslands (SÍ) brugðist hlutverki sínu til að gegna ytra eftirliti með fjármálastofnunum. Bæði í skýrslu rannsóknarnefndarinnar og vinnuhópsins kemur ítrekað fram að FME hafi verið alltof fámenn stofnun; starfsmönnum hafi ekki fjölgað samhliða aukinni ábyrgð og nýjum verkefnum með útþenslu íslenska bankakerfisins. Starfsmannavelta var mikil og „óvenjuskaðleg að því leyti að stofnuninni hélst ekki á reynslumeira fólki og fólki með tiltekna menntun". Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, vitnar um það fyrir nefndinni að ástæður mikillar starfsmannaveltu var óánægja starfsmanna með launakjör og starfsumhverfi. Bankarnir buðu jafnframt reynslumesta starfsfólki FME gull og græna skóga sem þynnti út starfsmannahóp FME. Bankarnir nutu því starfskrafta reynsluboltanna sem ýkti bilið á milli starfsmanna bankanna og FME í samskiptum þeirra á milli. „Þetta leiddi til þess að starfsreynsla safnaðist ekki nægilega vel upp hjá eftirlitinu sem var að miklu leyti mannað af ungu fólki sem hafði ekki næga innsýn í hvernig fjármálafyrirtæki virka," segir í skýrslu vinnuhópsins. Einn viðmælandi fyrir rannsóknarnefndinni, Kristinn Arnar Stefánsson, regluvörður Glitnis, sem vann áður hjá FME, sagði að þar „voru bara krakkar sem voru allt of reynslulaus og voru nýútskrifuð, … Og það sem við höfðum fram yfir þau í hruninu var að við vorum kannski með fimm til tíu ára starfsreynslu, … meiri hlutinn af lögfræðingunum var kannski með ár frá útskrift. Það er ekki gott sko." Í skýrslunni kemur fram að starfsmenn bankanna litu á FME sem óvin og öllum aðgerðum stofnunarinnar var mætt af mikilli hörku. Þessu viðmóti átti reynslulítið fólk erfitt með að mæta af nauðsynlegri festu og bankarnir fóru því oft sínu fram. svavar@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Reynsluleysi starfsmanna Fjármálaeftirlitsins hafði mikil áhrif á samskipti stofnunarinnar við fjármálafyrirtæki. Eftirlitinu hélst ekki á fólki vegna hærri launa annars staðar. Bankarnir keyptu til sín bestu bitana og litu á Fjármálaeftirlitið sem óvin. Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins (FME) hafði ekki þá reynslu, og í sumum tilvikum menntun, sem störf þeirra kröfðust á þeim tíma sem bankakerfið þandist út hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og vinnuhóps um siðferði og starfshætti. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að FME hafi, líkt og Seðlabanki Íslands (SÍ) brugðist hlutverki sínu til að gegna ytra eftirliti með fjármálastofnunum. Bæði í skýrslu rannsóknarnefndarinnar og vinnuhópsins kemur ítrekað fram að FME hafi verið alltof fámenn stofnun; starfsmönnum hafi ekki fjölgað samhliða aukinni ábyrgð og nýjum verkefnum með útþenslu íslenska bankakerfisins. Starfsmannavelta var mikil og „óvenjuskaðleg að því leyti að stofnuninni hélst ekki á reynslumeira fólki og fólki með tiltekna menntun". Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, vitnar um það fyrir nefndinni að ástæður mikillar starfsmannaveltu var óánægja starfsmanna með launakjör og starfsumhverfi. Bankarnir buðu jafnframt reynslumesta starfsfólki FME gull og græna skóga sem þynnti út starfsmannahóp FME. Bankarnir nutu því starfskrafta reynsluboltanna sem ýkti bilið á milli starfsmanna bankanna og FME í samskiptum þeirra á milli. „Þetta leiddi til þess að starfsreynsla safnaðist ekki nægilega vel upp hjá eftirlitinu sem var að miklu leyti mannað af ungu fólki sem hafði ekki næga innsýn í hvernig fjármálafyrirtæki virka," segir í skýrslu vinnuhópsins. Einn viðmælandi fyrir rannsóknarnefndinni, Kristinn Arnar Stefánsson, regluvörður Glitnis, sem vann áður hjá FME, sagði að þar „voru bara krakkar sem voru allt of reynslulaus og voru nýútskrifuð, … Og það sem við höfðum fram yfir þau í hruninu var að við vorum kannski með fimm til tíu ára starfsreynslu, … meiri hlutinn af lögfræðingunum var kannski með ár frá útskrift. Það er ekki gott sko." Í skýrslunni kemur fram að starfsmenn bankanna litu á FME sem óvin og öllum aðgerðum stofnunarinnar var mætt af mikilli hörku. Þessu viðmóti átti reynslulítið fólk erfitt með að mæta af nauðsynlegri festu og bankarnir fóru því oft sínu fram. svavar@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent