FME mannað af krökkum án reynslu 14. apríl 2010 02:00 voru stórir og sterkir Starfsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja eru sagðir hafa litið á Fjármálaeftirlitið sem óvin. Þeir gengu afar hart fram og neyttu aflsmunar í samskiptum sínum við reynslulítið starfsfólks FME. Reynsluleysi starfsmanna Fjármálaeftirlitsins hafði mikil áhrif á samskipti stofnunarinnar við fjármálafyrirtæki. Eftirlitinu hélst ekki á fólki vegna hærri launa annars staðar. Bankarnir keyptu til sín bestu bitana og litu á Fjármálaeftirlitið sem óvin. Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins (FME) hafði ekki þá reynslu, og í sumum tilvikum menntun, sem störf þeirra kröfðust á þeim tíma sem bankakerfið þandist út hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og vinnuhóps um siðferði og starfshætti. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að FME hafi, líkt og Seðlabanki Íslands (SÍ) brugðist hlutverki sínu til að gegna ytra eftirliti með fjármálastofnunum. Bæði í skýrslu rannsóknarnefndarinnar og vinnuhópsins kemur ítrekað fram að FME hafi verið alltof fámenn stofnun; starfsmönnum hafi ekki fjölgað samhliða aukinni ábyrgð og nýjum verkefnum með útþenslu íslenska bankakerfisins. Starfsmannavelta var mikil og „óvenjuskaðleg að því leyti að stofnuninni hélst ekki á reynslumeira fólki og fólki með tiltekna menntun". Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, vitnar um það fyrir nefndinni að ástæður mikillar starfsmannaveltu var óánægja starfsmanna með launakjör og starfsumhverfi. Bankarnir buðu jafnframt reynslumesta starfsfólki FME gull og græna skóga sem þynnti út starfsmannahóp FME. Bankarnir nutu því starfskrafta reynsluboltanna sem ýkti bilið á milli starfsmanna bankanna og FME í samskiptum þeirra á milli. „Þetta leiddi til þess að starfsreynsla safnaðist ekki nægilega vel upp hjá eftirlitinu sem var að miklu leyti mannað af ungu fólki sem hafði ekki næga innsýn í hvernig fjármálafyrirtæki virka," segir í skýrslu vinnuhópsins. Einn viðmælandi fyrir rannsóknarnefndinni, Kristinn Arnar Stefánsson, regluvörður Glitnis, sem vann áður hjá FME, sagði að þar „voru bara krakkar sem voru allt of reynslulaus og voru nýútskrifuð, … Og það sem við höfðum fram yfir þau í hruninu var að við vorum kannski með fimm til tíu ára starfsreynslu, … meiri hlutinn af lögfræðingunum var kannski með ár frá útskrift. Það er ekki gott sko." Í skýrslunni kemur fram að starfsmenn bankanna litu á FME sem óvin og öllum aðgerðum stofnunarinnar var mætt af mikilli hörku. Þessu viðmóti átti reynslulítið fólk erfitt með að mæta af nauðsynlegri festu og bankarnir fóru því oft sínu fram. svavar@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Reynsluleysi starfsmanna Fjármálaeftirlitsins hafði mikil áhrif á samskipti stofnunarinnar við fjármálafyrirtæki. Eftirlitinu hélst ekki á fólki vegna hærri launa annars staðar. Bankarnir keyptu til sín bestu bitana og litu á Fjármálaeftirlitið sem óvin. Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins (FME) hafði ekki þá reynslu, og í sumum tilvikum menntun, sem störf þeirra kröfðust á þeim tíma sem bankakerfið þandist út hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og vinnuhóps um siðferði og starfshætti. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að FME hafi, líkt og Seðlabanki Íslands (SÍ) brugðist hlutverki sínu til að gegna ytra eftirliti með fjármálastofnunum. Bæði í skýrslu rannsóknarnefndarinnar og vinnuhópsins kemur ítrekað fram að FME hafi verið alltof fámenn stofnun; starfsmönnum hafi ekki fjölgað samhliða aukinni ábyrgð og nýjum verkefnum með útþenslu íslenska bankakerfisins. Starfsmannavelta var mikil og „óvenjuskaðleg að því leyti að stofnuninni hélst ekki á reynslumeira fólki og fólki með tiltekna menntun". Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, vitnar um það fyrir nefndinni að ástæður mikillar starfsmannaveltu var óánægja starfsmanna með launakjör og starfsumhverfi. Bankarnir buðu jafnframt reynslumesta starfsfólki FME gull og græna skóga sem þynnti út starfsmannahóp FME. Bankarnir nutu því starfskrafta reynsluboltanna sem ýkti bilið á milli starfsmanna bankanna og FME í samskiptum þeirra á milli. „Þetta leiddi til þess að starfsreynsla safnaðist ekki nægilega vel upp hjá eftirlitinu sem var að miklu leyti mannað af ungu fólki sem hafði ekki næga innsýn í hvernig fjármálafyrirtæki virka," segir í skýrslu vinnuhópsins. Einn viðmælandi fyrir rannsóknarnefndinni, Kristinn Arnar Stefánsson, regluvörður Glitnis, sem vann áður hjá FME, sagði að þar „voru bara krakkar sem voru allt of reynslulaus og voru nýútskrifuð, … Og það sem við höfðum fram yfir þau í hruninu var að við vorum kannski með fimm til tíu ára starfsreynslu, … meiri hlutinn af lögfræðingunum var kannski með ár frá útskrift. Það er ekki gott sko." Í skýrslunni kemur fram að starfsmenn bankanna litu á FME sem óvin og öllum aðgerðum stofnunarinnar var mætt af mikilli hörku. Þessu viðmóti átti reynslulítið fólk erfitt með að mæta af nauðsynlegri festu og bankarnir fóru því oft sínu fram. svavar@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira