Ferðast búrkuklædd með pílagríma til Mekka 15. nóvember 2010 07:30 Konurnar í Sádíi-Arabíu klæðast búrkum alla daga. Ásdís Svava, til hægri á myndinni, er ánægð í starfi sem flugfreyja í pílagrímaflugi. „Hér er allt frábrugðið öllu því sem maður er vanur,“ segir Ásdís Svava Hallgrímsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning, sem um þessar mundir flýgur með pílagríma til Mekka. Ásdís Svava, sem keppti fyrir Íslands hönd í Ungfrú Heimi árið 2006, hóf störf sem flugfreyja hjá breska flugfélaginu Astraeus í júní, en Astraeus er systurfélag Iceland Express. „Hver múslimi á samkvæmt trú sinni að heimsækja borgina Mekka að minnsta kosti einu sinni á ævinni ef hann hefur efni á og heilsu til,“ segir Ásdís, en árlega fljúga flugfélög með pílagríma til að taka þátt í athöfninni „hajj“ sem fer fram í Mekka. Ásdís sótti um sumarstarf hjá Iceland Express fyrir ári og var ein af fimmtíu sem fengu starfið. „Í vor fengum við svo að vita að Astraeus vantaði flugliða til að starfa hjá sér á Ítalíu. Ég fór til Ítalíu í júní og starfaði þar í allt sumar. Í kjölfarið var mér svo boðið að vinna í þrjá mánuði hér í Jeddah í Sádi-Arabíu.“ Spurð að því hvernig það sé að fljúga með pílagrímum segir Ásdís að ekkert flug sé eins. „Margir múslimanna hafa aldrei stigið upp í flugvél á ævi sinni. Einn vinnufélagi minn fékk til dæmis spurningu í 35 þúsund feta hæð hvort hægt væri að opna gluggann því það væri svo heitt,“ segir Ásdís. En hvernig fer um Íslendinginn í arabalandinu? „Það fer ansi vel um mig hérna, þrátt fyrir þá miklu frelsissviptingu sem fylgir því að vera kvenmaður í þessu landi. Við þurfum að klæðast búrkum í hvert skipti sem við förum út af hótelherberginu okkar og við megum alls ekki vera einar,“ segir Ásdís. „Ég er búin að vera í sömu fötunum í einn og hálfan mánuð. Það getur verið ofsalega þægilegt að þurfa bara að vippa sér í þetta eina klæði en ég verð að viðurkenna að ég hlakka mikið til að geta klætt mig upp á þegar ég kem heim og fundist ég vera pínu pæja,“ segir Ásdís, sem flytur aftur heim um jólin. „Ég ætla að skella mér í húsmæðraskólann í janúar og fljúga svo með Iceland Express næsta sumar,“ segir Ásdís að lokum. kristjana@frettabladid.is Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
„Hér er allt frábrugðið öllu því sem maður er vanur,“ segir Ásdís Svava Hallgrímsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning, sem um þessar mundir flýgur með pílagríma til Mekka. Ásdís Svava, sem keppti fyrir Íslands hönd í Ungfrú Heimi árið 2006, hóf störf sem flugfreyja hjá breska flugfélaginu Astraeus í júní, en Astraeus er systurfélag Iceland Express. „Hver múslimi á samkvæmt trú sinni að heimsækja borgina Mekka að minnsta kosti einu sinni á ævinni ef hann hefur efni á og heilsu til,“ segir Ásdís, en árlega fljúga flugfélög með pílagríma til að taka þátt í athöfninni „hajj“ sem fer fram í Mekka. Ásdís sótti um sumarstarf hjá Iceland Express fyrir ári og var ein af fimmtíu sem fengu starfið. „Í vor fengum við svo að vita að Astraeus vantaði flugliða til að starfa hjá sér á Ítalíu. Ég fór til Ítalíu í júní og starfaði þar í allt sumar. Í kjölfarið var mér svo boðið að vinna í þrjá mánuði hér í Jeddah í Sádi-Arabíu.“ Spurð að því hvernig það sé að fljúga með pílagrímum segir Ásdís að ekkert flug sé eins. „Margir múslimanna hafa aldrei stigið upp í flugvél á ævi sinni. Einn vinnufélagi minn fékk til dæmis spurningu í 35 þúsund feta hæð hvort hægt væri að opna gluggann því það væri svo heitt,“ segir Ásdís. En hvernig fer um Íslendinginn í arabalandinu? „Það fer ansi vel um mig hérna, þrátt fyrir þá miklu frelsissviptingu sem fylgir því að vera kvenmaður í þessu landi. Við þurfum að klæðast búrkum í hvert skipti sem við förum út af hótelherberginu okkar og við megum alls ekki vera einar,“ segir Ásdís. „Ég er búin að vera í sömu fötunum í einn og hálfan mánuð. Það getur verið ofsalega þægilegt að þurfa bara að vippa sér í þetta eina klæði en ég verð að viðurkenna að ég hlakka mikið til að geta klætt mig upp á þegar ég kem heim og fundist ég vera pínu pæja,“ segir Ásdís, sem flytur aftur heim um jólin. „Ég ætla að skella mér í húsmæðraskólann í janúar og fljúga svo með Iceland Express næsta sumar,“ segir Ásdís að lokum. kristjana@frettabladid.is
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira