Íslenski boltinn

Garðar kominn í Stjörnuna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Garðar Jóhannsson í leik með íslenska landsliðinu.
Garðar Jóhannsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Vilhelm

Garðar Jóhannsson er aftur genginn í raðir Stjörnunnar en gengið verður frá félagaskiptum hans í dag. Þetta kemur fram á Fótbolta.net í dag.

Eins og áður hefur komið fram hefur þetta staðið til undanfarna daga en Garðar lék síðast með Stjörnunni árið 2002. Þaðan fór hann til KR áður en hann gekk til liðs við Val árið 2006.

Hann lék svo með Fredrikstad í Noregi í þrjú ár en var síðasta á mála hjá Hansa Rostock sem féll úr þýsku B-deildinni í vor.

Honum mun vera frjálst að fara frá félaginu ef erlent félag sýnir áhuga á að fá hann til sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×