Lífið

Hilton á Kick-Ass frumsýningu | Myndir

Nicky Hilton.
Nicky Hilton.
Kvikmyndin Kick-Ass fer nú eins og eldur í sinu um heiminn. Hún var frumsýnd hér á Íslandi um helgina, líkt og í Bandaríkjunum.

Blásið var til veislu í síðustu viku og allir leikarar myndarinnar mættu á frumsýningu myndarinnar í Hollywood.

Stjörnunar létu sig ekki vanta enda er mikið látið með myndina. Meðal þeirra fjölmörgu sem mættu var Nicky Hilton, litla systir Paris.



Leikkonan Jaime King kom með Nicky Hilton á sýninguna.
Leikkonan Chloe Moretz er umdeild í hlutverki sínu sem hin ofbeldishneigða Hit Girl.
Leikkonan Lyndsy Fonseca fer með hlutverk í myndinni.
Chloe Moretz með Christopher Mintz-Plasse, sem leikur einnig í myndinni. Hann verður samt líklegast alltaf best þekktur fyrir hlutverkið McLovin í myndinni Superbad.
Aaron Johnson leikur aðalhlutverkið. Hann er hér með unnustu sinni, leikstjóranum Sam Taylor Wood. Þau kynntust við gerð myndarinnar Nowhere Boy en það er hvorki meira né minna en 23 ára aldursmunur á þeim, hann er 19 og hún 42. Auk þess eiga þau von á barni.
Leikstjórinn Matthew Vaughn framleiddi fyrstu myndir Guy Ritchie áður en hann settist í leikstjórastólinn.
Jon Voight.
Íslandsvinurinn Eli Roth.
Nicholas Cage kann þetta. Þau leika feðgin í myndinni, hún er Hit Girl og hann Big Daddy.
Leikkonan Laura-Leigh.
Vinnie Jones ásamt eiginkonu sinni Tanya Jones.
Flippuðu Finnarnir Jukka, Jarno og HP gerðu það gott með þáttinn Dudesons á MTV. Nú eru þeir fluttir til Bandaríkjanna og frumsýna á næstunni þáttinn Dudesons in America.
Jane Goldman er handritshöfundur myndarinnar.
Stephen Fry er alltaf hress.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×