Umfjöllun: Nóg af mörkum í Árbænum Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. júlí 2010 15:50 Leik Fylkis og Selfoss lauk með 5-2 sigri Fylkis í Árbænum í kvöld. Selfyssingar eru því ennþá við botninn og ekkert virðist ganga að snúa við slöku gengi þeirra undanfarið. Litlu mátti muna að Selfoss kæmist yfir snemma leiks, Sævar Þór Gíslason fékk gott færi sem hann skaut framhjá og Fjalar Þorgeirsson varði vel frá Davíð Birgissyni. Það var því gegn gangi leiksins þegar Fylkismenn skoruðu fyrsta mark leiksins og var þar að verki Pape Mamadou Faye eftir hornspyrnu frá Tómasi Joð Þorsteinssyni. Eftir þetta fjaraði fyrri hálfleikurinn að mestu út en Selfyssingar voru þó hættulegir og hefðu getað jafnað á 46. mínútu þegar Andri Freyr Björnsson fékk sannkallað dauðafæri þegar fyrirgjöf kom og hann var einn og óvaldaður en setti boltann framhjá. Seinni hálfleikur var jfn í upphafi en svo héldu Fylkismenn sýningu fyrir aðdáendur sýna. Andrés Már Jóhannesson skoraði annað mark Fylkis á 56. mínútu þegar hann tók aukaspyrnu utan af kanti sem sigldi í netið án snertingar. Sex mínútum síðar skoraði Jóhann Þórhallsson gott mark þegar hann fékk frábæra sendingu frá Alberti Brynjari Ingasyni gegnum vörn Selfoss og þar var hann einn á auðum sjó og setti boltann stöngin inn, 3-0. Jóhann var svo aftur að verki tíu mínútum síðar þegar keimlík sending úr fyrra marki hans kom inn nema í þetta sinn renndi hann boltanum fyrir markið þar sem Ásgeir Örn Arnþórsson setti boltann í autt netið. Áhorfendur voru svo varla sestir þegar Jóhann skoraði annað mark sitt og fimmta mark Fylkismanna aðeins tveimur mínútum síðar, enn og aftur kom hár bolti yfir vörnina sem Fylkismenn nýttu sér og kláraði Jóhann það af frábærri yfirvegun. Selfyssingar náðu svo að klóra í bakkann stuttu seinna, aukaspyrna kom inn á teig og varð misskilningur í varnarlínu Fylkis sem Arilíus Marteinsson nýtti sér og potaði boltanum í netið. Það var svo loks Kjartan Sigurðsson sem skoraði síðasta mark leiksins á 87. mínútu þegar hornspyrna leiddi til vandræðagangs í teignum og aftur náðu Selfyssingar að reka tána í boltann og koma honum í netið. Stuttu seinna flautaði Gunnar Jarl dómari leiksins til leiksloka og lauk leiknum því 5-2. Með þessu lyftu Fylkismenn sér upp í sjöunda sæti með 15 stig. Ljóst er hinsvegar að Selfyssingar þurfa að taka sig á ef þeir ætla að halda sér í Pepsi deildinni, þeir spiluðu á köflum vel í gær en hroðalegur kafli í seinni hálfleik gerði út um leik þeirra. Fylkir 5 - 2 Selfoss 1-0 Pape Mamadou Faye(24.) 2-0 Andrés Már Jóhannesson(56.) 3-0 Jóhann Þórhallsson (62.) 4-0 Ásgeir Örn Arnþórsson(72.) 5-0 Jóhann Þórhallsson(74.) 5-1 Arilíus Marteinsson (76.) 5-2 Kjartan Sigurðsson (87.) Áhorfendur: 1534 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 6 Skot (á mark): 15 -10 (7- 4) Varin skot:Fjalar Þorgeirsson 2 - Jóhann Ólafur Sigurðsson 2 Horn: 9 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 8 - 12 Rangstöður: 2 - 1 Fylkir (4-3-3)Fjalar Þorgeirsson 5 Andri Þór Jónsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 5 Tómas Joð Þorsteinsson 6 Kristján Valdimarsson 5 Andrés Már Jóhannesson 7 (76. Davíð Þór Ásbjörnsson) Albert Brynjar Ingason 6 (66. Friðrik Ingi Þráinsson 5) Ásgeir Örn Arnþórsson 7 (77. Andri Már Hermannsson) Pape Mamadoue Faye 6Jóhann Þórhallsson 7 – maður leiksins Selfoss (4-2-3-1 )Jóhann Ólafur Sigurðsson 4 Stefán Ragnar Guðlaugsson 4 Kjartan Sigurðsson 6 Agnar Bragi Magnússon 5 Guðmundur Þórarinsson 4 Jón Ottó Antonsson 6 (65. Ingþór Jóhann Guðmundsson 5) Jón Guðbrandsson 5 Jón Daði Böðvarsson 5 Davíð Birgisson 5 (63. Arilíus Marteinsson 6) Andri Freyr Björnsson 6 Sævar Þór Gíslason 4 (63. Ingólfur Þórarinsson 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að lesa leiklýsinguna þarf að smella hér: Fylkir - Selfoss Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Leik Fylkis og Selfoss lauk með 5-2 sigri Fylkis í Árbænum í kvöld. Selfyssingar eru því ennþá við botninn og ekkert virðist ganga að snúa við slöku gengi þeirra undanfarið. Litlu mátti muna að Selfoss kæmist yfir snemma leiks, Sævar Þór Gíslason fékk gott færi sem hann skaut framhjá og Fjalar Þorgeirsson varði vel frá Davíð Birgissyni. Það var því gegn gangi leiksins þegar Fylkismenn skoruðu fyrsta mark leiksins og var þar að verki Pape Mamadou Faye eftir hornspyrnu frá Tómasi Joð Þorsteinssyni. Eftir þetta fjaraði fyrri hálfleikurinn að mestu út en Selfyssingar voru þó hættulegir og hefðu getað jafnað á 46. mínútu þegar Andri Freyr Björnsson fékk sannkallað dauðafæri þegar fyrirgjöf kom og hann var einn og óvaldaður en setti boltann framhjá. Seinni hálfleikur var jfn í upphafi en svo héldu Fylkismenn sýningu fyrir aðdáendur sýna. Andrés Már Jóhannesson skoraði annað mark Fylkis á 56. mínútu þegar hann tók aukaspyrnu utan af kanti sem sigldi í netið án snertingar. Sex mínútum síðar skoraði Jóhann Þórhallsson gott mark þegar hann fékk frábæra sendingu frá Alberti Brynjari Ingasyni gegnum vörn Selfoss og þar var hann einn á auðum sjó og setti boltann stöngin inn, 3-0. Jóhann var svo aftur að verki tíu mínútum síðar þegar keimlík sending úr fyrra marki hans kom inn nema í þetta sinn renndi hann boltanum fyrir markið þar sem Ásgeir Örn Arnþórsson setti boltann í autt netið. Áhorfendur voru svo varla sestir þegar Jóhann skoraði annað mark sitt og fimmta mark Fylkismanna aðeins tveimur mínútum síðar, enn og aftur kom hár bolti yfir vörnina sem Fylkismenn nýttu sér og kláraði Jóhann það af frábærri yfirvegun. Selfyssingar náðu svo að klóra í bakkann stuttu seinna, aukaspyrna kom inn á teig og varð misskilningur í varnarlínu Fylkis sem Arilíus Marteinsson nýtti sér og potaði boltanum í netið. Það var svo loks Kjartan Sigurðsson sem skoraði síðasta mark leiksins á 87. mínútu þegar hornspyrna leiddi til vandræðagangs í teignum og aftur náðu Selfyssingar að reka tána í boltann og koma honum í netið. Stuttu seinna flautaði Gunnar Jarl dómari leiksins til leiksloka og lauk leiknum því 5-2. Með þessu lyftu Fylkismenn sér upp í sjöunda sæti með 15 stig. Ljóst er hinsvegar að Selfyssingar þurfa að taka sig á ef þeir ætla að halda sér í Pepsi deildinni, þeir spiluðu á köflum vel í gær en hroðalegur kafli í seinni hálfleik gerði út um leik þeirra. Fylkir 5 - 2 Selfoss 1-0 Pape Mamadou Faye(24.) 2-0 Andrés Már Jóhannesson(56.) 3-0 Jóhann Þórhallsson (62.) 4-0 Ásgeir Örn Arnþórsson(72.) 5-0 Jóhann Þórhallsson(74.) 5-1 Arilíus Marteinsson (76.) 5-2 Kjartan Sigurðsson (87.) Áhorfendur: 1534 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 6 Skot (á mark): 15 -10 (7- 4) Varin skot:Fjalar Þorgeirsson 2 - Jóhann Ólafur Sigurðsson 2 Horn: 9 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 8 - 12 Rangstöður: 2 - 1 Fylkir (4-3-3)Fjalar Þorgeirsson 5 Andri Þór Jónsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 5 Tómas Joð Þorsteinsson 6 Kristján Valdimarsson 5 Andrés Már Jóhannesson 7 (76. Davíð Þór Ásbjörnsson) Albert Brynjar Ingason 6 (66. Friðrik Ingi Þráinsson 5) Ásgeir Örn Arnþórsson 7 (77. Andri Már Hermannsson) Pape Mamadoue Faye 6Jóhann Þórhallsson 7 – maður leiksins Selfoss (4-2-3-1 )Jóhann Ólafur Sigurðsson 4 Stefán Ragnar Guðlaugsson 4 Kjartan Sigurðsson 6 Agnar Bragi Magnússon 5 Guðmundur Þórarinsson 4 Jón Ottó Antonsson 6 (65. Ingþór Jóhann Guðmundsson 5) Jón Guðbrandsson 5 Jón Daði Böðvarsson 5 Davíð Birgisson 5 (63. Arilíus Marteinsson 6) Andri Freyr Björnsson 6 Sævar Þór Gíslason 4 (63. Ingólfur Þórarinsson 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að lesa leiklýsinguna þarf að smella hér: Fylkir - Selfoss
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn