Umfjöllun: Nóg af mörkum í Árbænum Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. júlí 2010 15:50 Leik Fylkis og Selfoss lauk með 5-2 sigri Fylkis í Árbænum í kvöld. Selfyssingar eru því ennþá við botninn og ekkert virðist ganga að snúa við slöku gengi þeirra undanfarið. Litlu mátti muna að Selfoss kæmist yfir snemma leiks, Sævar Þór Gíslason fékk gott færi sem hann skaut framhjá og Fjalar Þorgeirsson varði vel frá Davíð Birgissyni. Það var því gegn gangi leiksins þegar Fylkismenn skoruðu fyrsta mark leiksins og var þar að verki Pape Mamadou Faye eftir hornspyrnu frá Tómasi Joð Þorsteinssyni. Eftir þetta fjaraði fyrri hálfleikurinn að mestu út en Selfyssingar voru þó hættulegir og hefðu getað jafnað á 46. mínútu þegar Andri Freyr Björnsson fékk sannkallað dauðafæri þegar fyrirgjöf kom og hann var einn og óvaldaður en setti boltann framhjá. Seinni hálfleikur var jfn í upphafi en svo héldu Fylkismenn sýningu fyrir aðdáendur sýna. Andrés Már Jóhannesson skoraði annað mark Fylkis á 56. mínútu þegar hann tók aukaspyrnu utan af kanti sem sigldi í netið án snertingar. Sex mínútum síðar skoraði Jóhann Þórhallsson gott mark þegar hann fékk frábæra sendingu frá Alberti Brynjari Ingasyni gegnum vörn Selfoss og þar var hann einn á auðum sjó og setti boltann stöngin inn, 3-0. Jóhann var svo aftur að verki tíu mínútum síðar þegar keimlík sending úr fyrra marki hans kom inn nema í þetta sinn renndi hann boltanum fyrir markið þar sem Ásgeir Örn Arnþórsson setti boltann í autt netið. Áhorfendur voru svo varla sestir þegar Jóhann skoraði annað mark sitt og fimmta mark Fylkismanna aðeins tveimur mínútum síðar, enn og aftur kom hár bolti yfir vörnina sem Fylkismenn nýttu sér og kláraði Jóhann það af frábærri yfirvegun. Selfyssingar náðu svo að klóra í bakkann stuttu seinna, aukaspyrna kom inn á teig og varð misskilningur í varnarlínu Fylkis sem Arilíus Marteinsson nýtti sér og potaði boltanum í netið. Það var svo loks Kjartan Sigurðsson sem skoraði síðasta mark leiksins á 87. mínútu þegar hornspyrna leiddi til vandræðagangs í teignum og aftur náðu Selfyssingar að reka tána í boltann og koma honum í netið. Stuttu seinna flautaði Gunnar Jarl dómari leiksins til leiksloka og lauk leiknum því 5-2. Með þessu lyftu Fylkismenn sér upp í sjöunda sæti með 15 stig. Ljóst er hinsvegar að Selfyssingar þurfa að taka sig á ef þeir ætla að halda sér í Pepsi deildinni, þeir spiluðu á köflum vel í gær en hroðalegur kafli í seinni hálfleik gerði út um leik þeirra. Fylkir 5 - 2 Selfoss 1-0 Pape Mamadou Faye(24.) 2-0 Andrés Már Jóhannesson(56.) 3-0 Jóhann Þórhallsson (62.) 4-0 Ásgeir Örn Arnþórsson(72.) 5-0 Jóhann Þórhallsson(74.) 5-1 Arilíus Marteinsson (76.) 5-2 Kjartan Sigurðsson (87.) Áhorfendur: 1534 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 6 Skot (á mark): 15 -10 (7- 4) Varin skot:Fjalar Þorgeirsson 2 - Jóhann Ólafur Sigurðsson 2 Horn: 9 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 8 - 12 Rangstöður: 2 - 1 Fylkir (4-3-3)Fjalar Þorgeirsson 5 Andri Þór Jónsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 5 Tómas Joð Þorsteinsson 6 Kristján Valdimarsson 5 Andrés Már Jóhannesson 7 (76. Davíð Þór Ásbjörnsson) Albert Brynjar Ingason 6 (66. Friðrik Ingi Þráinsson 5) Ásgeir Örn Arnþórsson 7 (77. Andri Már Hermannsson) Pape Mamadoue Faye 6Jóhann Þórhallsson 7 – maður leiksins Selfoss (4-2-3-1 )Jóhann Ólafur Sigurðsson 4 Stefán Ragnar Guðlaugsson 4 Kjartan Sigurðsson 6 Agnar Bragi Magnússon 5 Guðmundur Þórarinsson 4 Jón Ottó Antonsson 6 (65. Ingþór Jóhann Guðmundsson 5) Jón Guðbrandsson 5 Jón Daði Böðvarsson 5 Davíð Birgisson 5 (63. Arilíus Marteinsson 6) Andri Freyr Björnsson 6 Sævar Þór Gíslason 4 (63. Ingólfur Þórarinsson 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að lesa leiklýsinguna þarf að smella hér: Fylkir - Selfoss Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Leik Fylkis og Selfoss lauk með 5-2 sigri Fylkis í Árbænum í kvöld. Selfyssingar eru því ennþá við botninn og ekkert virðist ganga að snúa við slöku gengi þeirra undanfarið. Litlu mátti muna að Selfoss kæmist yfir snemma leiks, Sævar Þór Gíslason fékk gott færi sem hann skaut framhjá og Fjalar Þorgeirsson varði vel frá Davíð Birgissyni. Það var því gegn gangi leiksins þegar Fylkismenn skoruðu fyrsta mark leiksins og var þar að verki Pape Mamadou Faye eftir hornspyrnu frá Tómasi Joð Þorsteinssyni. Eftir þetta fjaraði fyrri hálfleikurinn að mestu út en Selfyssingar voru þó hættulegir og hefðu getað jafnað á 46. mínútu þegar Andri Freyr Björnsson fékk sannkallað dauðafæri þegar fyrirgjöf kom og hann var einn og óvaldaður en setti boltann framhjá. Seinni hálfleikur var jfn í upphafi en svo héldu Fylkismenn sýningu fyrir aðdáendur sýna. Andrés Már Jóhannesson skoraði annað mark Fylkis á 56. mínútu þegar hann tók aukaspyrnu utan af kanti sem sigldi í netið án snertingar. Sex mínútum síðar skoraði Jóhann Þórhallsson gott mark þegar hann fékk frábæra sendingu frá Alberti Brynjari Ingasyni gegnum vörn Selfoss og þar var hann einn á auðum sjó og setti boltann stöngin inn, 3-0. Jóhann var svo aftur að verki tíu mínútum síðar þegar keimlík sending úr fyrra marki hans kom inn nema í þetta sinn renndi hann boltanum fyrir markið þar sem Ásgeir Örn Arnþórsson setti boltann í autt netið. Áhorfendur voru svo varla sestir þegar Jóhann skoraði annað mark sitt og fimmta mark Fylkismanna aðeins tveimur mínútum síðar, enn og aftur kom hár bolti yfir vörnina sem Fylkismenn nýttu sér og kláraði Jóhann það af frábærri yfirvegun. Selfyssingar náðu svo að klóra í bakkann stuttu seinna, aukaspyrna kom inn á teig og varð misskilningur í varnarlínu Fylkis sem Arilíus Marteinsson nýtti sér og potaði boltanum í netið. Það var svo loks Kjartan Sigurðsson sem skoraði síðasta mark leiksins á 87. mínútu þegar hornspyrna leiddi til vandræðagangs í teignum og aftur náðu Selfyssingar að reka tána í boltann og koma honum í netið. Stuttu seinna flautaði Gunnar Jarl dómari leiksins til leiksloka og lauk leiknum því 5-2. Með þessu lyftu Fylkismenn sér upp í sjöunda sæti með 15 stig. Ljóst er hinsvegar að Selfyssingar þurfa að taka sig á ef þeir ætla að halda sér í Pepsi deildinni, þeir spiluðu á köflum vel í gær en hroðalegur kafli í seinni hálfleik gerði út um leik þeirra. Fylkir 5 - 2 Selfoss 1-0 Pape Mamadou Faye(24.) 2-0 Andrés Már Jóhannesson(56.) 3-0 Jóhann Þórhallsson (62.) 4-0 Ásgeir Örn Arnþórsson(72.) 5-0 Jóhann Þórhallsson(74.) 5-1 Arilíus Marteinsson (76.) 5-2 Kjartan Sigurðsson (87.) Áhorfendur: 1534 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 6 Skot (á mark): 15 -10 (7- 4) Varin skot:Fjalar Þorgeirsson 2 - Jóhann Ólafur Sigurðsson 2 Horn: 9 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 8 - 12 Rangstöður: 2 - 1 Fylkir (4-3-3)Fjalar Þorgeirsson 5 Andri Þór Jónsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 5 Tómas Joð Þorsteinsson 6 Kristján Valdimarsson 5 Andrés Már Jóhannesson 7 (76. Davíð Þór Ásbjörnsson) Albert Brynjar Ingason 6 (66. Friðrik Ingi Þráinsson 5) Ásgeir Örn Arnþórsson 7 (77. Andri Már Hermannsson) Pape Mamadoue Faye 6Jóhann Þórhallsson 7 – maður leiksins Selfoss (4-2-3-1 )Jóhann Ólafur Sigurðsson 4 Stefán Ragnar Guðlaugsson 4 Kjartan Sigurðsson 6 Agnar Bragi Magnússon 5 Guðmundur Þórarinsson 4 Jón Ottó Antonsson 6 (65. Ingþór Jóhann Guðmundsson 5) Jón Guðbrandsson 5 Jón Daði Böðvarsson 5 Davíð Birgisson 5 (63. Arilíus Marteinsson 6) Andri Freyr Björnsson 6 Sævar Þór Gíslason 4 (63. Ingólfur Þórarinsson 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að lesa leiklýsinguna þarf að smella hér: Fylkir - Selfoss
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira