Innlent

Landeyjahöfn vígð: Lítið skref fyrir mig en stórt fyrir Eyjar

SB skrifar
Elliði Vignisson um borð í Herjólfi á leið til Landeyjahafnar.
Elliði Vignisson um borð í Herjólfi á leið til Landeyjahafnar.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundaði um borð í Herjólfi í fyrstu ferð skipsins í hina nýju höfn. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja vitnaði í Neil Armstrong í ræðu sem hann hélt við komuna í Landeyjahöfn og sagði tilfinninguna ekki ólíka því og þegar geimfarinn frægi steig fæti á tunglið fyrstur manna.

„Núna áðan þegar ég sté frá borði úr Herjólfi og í land hér í Landeyjum er ekki laust við að mér líði eins og Neil Armstrong þegar hann steig fæti á tunglið fyrstur manna. Skref mitt var svo sem ekki stórt en skrefið sem samfélag okkar Eyjamanna er nú að taka er gríðarlegt."

Elliði vitnaði jafnframt í þjóðhátíðarlag Eyjamanna frá 1951 en þar mælti Ási í bæ:

Er vorið lagði að landi,

var líf í fjörusandi,

þá ríkti unaðsandi

í ætt við bárunið.

Elliði sagði eftirvæntinguna í Vestmannaeyjum mikla, lífsgæði muni aukast og aðstaða fyrirtækja bætt til muna. „Landeyjahöfn er risa stökk í sögu byggðar í Vestmannaeyjum," sagði Elliði í ræðu sinni. Hann sagði vorið lagt að landi í samgöngumálum Eyjamanna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×