Krossárhetjan lífgaði mann við á bensínstöð 10. ágúst 2010 06:30 Særós Sigþórsdóttir, unnusta Ásmundar, Ásmundur Þór Kristmundsson björgunarsveitarmaður og Kolbrún Skarphéðinsdóttir, amma Ásmundar, gáfu sér í gær tíma til að stilla sér upp á mynd. Fréttablaðið/Anton Hinn tvítugi björgunarsveitarmaður, Ásmundur Þór Kristmundsson, sem óð út í Krossá á sunnudag og bjargaði tveimur frönskum ferðamönnum sem þar sátu fastir, hefur áður komið manni til bjargar. Að sögn ömmu hans má hann ekkert aumt sjá og finnst sjálfsagt að hjálpa fólki í neyð. „Ég er mjög stolt af honum og það er sko alls ekki í fyrsta skipti,“ segir Kolbrún Skarphéðinsdóttir, amma Ásmundar. „Hann er bara svona, finnst það vera sjálfsagt að koma fólki til hjálpar. Hann er í björgunarsveitinni og hefur notið sín vel þar og finnst þetta bara vera skylda sín,“ segir Kolbrún. Ásmundur hefur verið frá vinnu undanfarnar vikur þar sem hann er brákaður á vinstri öxl. Að sögn Kolbrúnar hefur hann varla getað lyft upp handleggnum en hann lét það ekki stoppa sig þegar hann óð út í ána í gær. „Ég er allur að koma til eftir þetta og það er ánægjulegt að gríðarlega mikið af fólki er búið að hafa samband,“ sagði Ásmundur við Fréttablaðið í gær. Spurður hvort hann hefði ekki betur hlíft öxlinni á sunnudag sagði Ásmundur: „Ég gat ekki látið það stöðva mig, maður getur ekki grenjað yfir einhverju svona.“ Ásmundur er að vinna sem öryggisvörður í 10-11 í Austurstræti og lenti um miðjan síðasta mánuð í átökum við viðskiptavin sem endaði með brákaðri öxl. Þetta er ekki það eina sem komið hefur fyrir Ásmund í starfi sínu því í vor lífgaði hann mann við á bensínstöð í Kópavogi. „Fyrir einhverjum mánuðum var ég á vakt á Select við Smáralindina og starfsmaður þar kemur til mín og segir mér að það sé maður liggjandi á klósettinu. Ég fer þá að manninum þar sem hann liggur á gólfinu og finn að hann hefur engan púls. Ég byrja því bara að hnoða hann og tókst að vekja hann aftur,“ segir Ásmundur og bætir því við að þetta sé það eina sem hann hafi lent í einn í störfum sínum. Ásmundur hefur áhuga á því að verða slökkviliðsmaður og hefur lokið sjúkraflutninganámi. Lesblinda hefur hins vegar háð honum að sögn Kolbrúnar sem segir hann aldrei hafa fengið nauðsynlegan stuðning á skólagöngu sinni. „Þessi strákur er virkileg hetja. Hann er ofboðslega hægur og ljúfur og góður í sér. Hann vill öllum hjálpa og má ekkert aumt sjá. Svo er hann duglegur að kíkja í kaffi til ömmu sinnar því annars skammar afi hann,“ segir Kolbrún að lokum um Ásmund. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Hinn tvítugi björgunarsveitarmaður, Ásmundur Þór Kristmundsson, sem óð út í Krossá á sunnudag og bjargaði tveimur frönskum ferðamönnum sem þar sátu fastir, hefur áður komið manni til bjargar. Að sögn ömmu hans má hann ekkert aumt sjá og finnst sjálfsagt að hjálpa fólki í neyð. „Ég er mjög stolt af honum og það er sko alls ekki í fyrsta skipti,“ segir Kolbrún Skarphéðinsdóttir, amma Ásmundar. „Hann er bara svona, finnst það vera sjálfsagt að koma fólki til hjálpar. Hann er í björgunarsveitinni og hefur notið sín vel þar og finnst þetta bara vera skylda sín,“ segir Kolbrún. Ásmundur hefur verið frá vinnu undanfarnar vikur þar sem hann er brákaður á vinstri öxl. Að sögn Kolbrúnar hefur hann varla getað lyft upp handleggnum en hann lét það ekki stoppa sig þegar hann óð út í ána í gær. „Ég er allur að koma til eftir þetta og það er ánægjulegt að gríðarlega mikið af fólki er búið að hafa samband,“ sagði Ásmundur við Fréttablaðið í gær. Spurður hvort hann hefði ekki betur hlíft öxlinni á sunnudag sagði Ásmundur: „Ég gat ekki látið það stöðva mig, maður getur ekki grenjað yfir einhverju svona.“ Ásmundur er að vinna sem öryggisvörður í 10-11 í Austurstræti og lenti um miðjan síðasta mánuð í átökum við viðskiptavin sem endaði með brákaðri öxl. Þetta er ekki það eina sem komið hefur fyrir Ásmund í starfi sínu því í vor lífgaði hann mann við á bensínstöð í Kópavogi. „Fyrir einhverjum mánuðum var ég á vakt á Select við Smáralindina og starfsmaður þar kemur til mín og segir mér að það sé maður liggjandi á klósettinu. Ég fer þá að manninum þar sem hann liggur á gólfinu og finn að hann hefur engan púls. Ég byrja því bara að hnoða hann og tókst að vekja hann aftur,“ segir Ásmundur og bætir því við að þetta sé það eina sem hann hafi lent í einn í störfum sínum. Ásmundur hefur áhuga á því að verða slökkviliðsmaður og hefur lokið sjúkraflutninganámi. Lesblinda hefur hins vegar háð honum að sögn Kolbrúnar sem segir hann aldrei hafa fengið nauðsynlegan stuðning á skólagöngu sinni. „Þessi strákur er virkileg hetja. Hann er ofboðslega hægur og ljúfur og góður í sér. Hann vill öllum hjálpa og má ekkert aumt sjá. Svo er hann duglegur að kíkja í kaffi til ömmu sinnar því annars skammar afi hann,“ segir Kolbrún að lokum um Ásmund. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira