Holræsa- og Stífluþjónusta Suðurlands ehf., segist harma þau mistök að hafa losað seyruvökva á vatnsverndarsvæðinu á Þingvöllum um helgina.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér vegna umfjöllunar fjölmiðla af málinu. Þá gagnrýndi Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra og formaður Þingvallanefndar, losun vökvans harðlega eftir helgi.
Í tilkynningunni segir að fyrirtækið hafi fengið formlega áminningu frá heilbrigðiseftirlitinu vegna málsins en það var árvökull sumarhúsaeigandi sem tilkynnti um málið upprunalega.
Yfirlýsinguna má lesa orðrétt hér fyrir neðan.