Lífið

Alexa Chung þykir flottust

Best klædd Alexa Chung er best klædda kona ársins 2010 að mati Teen Vogue.
Nordicphotos/getty
Best klædd Alexa Chung er best klædda kona ársins 2010 að mati Teen Vogue. Nordicphotos/getty
Tískutímaritin keppast nú við að velja best klæddu konur ársins 2010. Tímaritið Teen Vogue birti nýverið lista sinn yfir fimmtíu best klæddu ungstirni þessa árs og var það hin breska Alexa Chung sem hreppti fyrsta sætið.

Alexa Chung hefur verið ofarlega á slíkum listum allt árið enda þykir hún ávallt með eindæmum smekkleg og höfðar fatastíll hennar til margra.

Annað sætið hreppti Emma Roberts, bróðurdóttir leikkonunnar Juliu Roberts, en hún fer meðal annars með hlutverk í kvikmyndinni Scream 4. Í þriðja sæti var önnur bresk blómarós og best klædda kona Bretlands að mati tímaritsins Bazaar UK, Carey Mulligan.

Aðrar stúlkur sem þóttu bera af í klæðavali voru meðal annars Gossip Girl-stjörnurnar Leighton Meester og Blake Lively, Emma Watson og Kristen Stewart.

Flott Emma Roberts, frænka leikkonunnar Juliu Roberts, þykir mjög smekkleg.
Bresk blómarós Breska leikkonan Carey Muligan vermir þriðja sætið á lista Teen Vogue.


Slúðurstjarna Leighton Meester úr Gossip Girl-þáttunum þykir svolítið flott.
Töfrandi Hin unga Emma Watson þykir ávallt fallega klædd á rauða dreglinum.
Stelpuleg Fatasmekkur Kristen Stewart hefur svo sannarlega batnað með árunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.