Innlent

Dreifibréf í öll hús á Eskifirði: Ráðlagt að sjóða neysluvatn

Frá Eskifirði
Frá Eskifirði
Búið er að senda öllum íbúum Eskifjarðar dreifibréf þar sem þeim er ráðlagt að sjóða allt neysluvatn næstu daga í kjölfar mengunarslyss í löndunarhúsi fiskimjölsmiðju Eskju síðastliðinn sunnudag.

Veitan verður skoluð út um helgina en það starf fer fram í samstarfi við Heilbrigðiseftirlitið. Í sýnitöku sem fór fram á vegum Heilbrigðiseftirlits Austurlands fundust gerlar sem geta leitt til þess að fólk verði veikt.

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar, segist ekki vita til þess að einhver hafi orðið veikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×