Undirbjó morðið í marga mánuði Andri Ólafsson skrifar 21. nóvember 2010 18:30 Morðið á Hannesi Helgasyni var afrakstur margra mánaða undirbúningsvinnu Gunnars Rúnars Sigurþórssonar sem skipulagði hvert smáatriði áður en hann lét til skarar skríða. Þetta kemur fram í játningu Gunnars sem fréttastofan er með undir höndum Í játningunni kemur fram að um mitt ár 2009 hafi Gunnar Rúnar byrjað að hugsa um að myrða Hannes Þór Helgason. En tilefnið var einhvers konar þráhyggja hans í garð unnustu Hannesar. Við undirbúninginn sankaði Gunnar smátt og smátt að sér hlutum sem hann hugðist nota við morðið. Hlutum eins og lambúshettu, latexhönskum, límbandi og hníf. Þessa hluti geymdi Gunnar í bílnum sínum í marga mánuði á meðan hann beið eftir rétta tækifærinu til að láta til skarar skríða. Aðfaranótt sunnudagsins 15 ágúst síðastliðinn taldi Gunnar að sá tími væri kominn. Hann fór frá heimili sínu og keyrði inn í Setbergshverfið í Hafnarfirði þar sem hann lagði svo bílnum sínum skammt frá heimili Hannesar. Hann vafði plastpoka um fætur sínar og límdi þá fasta til að skilja ekki eftir skóför. Hann setti á sig latexhanska og lambhúshettu og klæddi sig í stóra úlpu og gekk svo síðustu metrana að húsi Hannesar með hnífi í hendi. Hugmyndina að því að undirbúa sig á þennan hátt segist Gunnar hafa fengið úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum á borð við CSI. Gunnar vissi að bakdyrnar að húsi Hannesar voru ólæstar og þannig komst hann inn í svefnherbergið þar sem Hannes lá einn sofandi. Gunnar segist hafa staðið yfir Hannesi í nokkrar mínútur áður en hann lagði til atlögu en hann lýsir því sjálfur að hann hafi fram á síðustu stundu verið að bíða eftir því einhver myndi stöðva hann. Eftir að hafa myrt Hannes hljóp Gunnar út úr húsinu. Klæddi sig úr úlpunni, tók af sér hanskana og pokana, setti allt í plastpoka ásamt hnífnum og fleygði út í Hafnarfjarðarhöfn. Gunnar brást við fréttum kvöldið eftir um að Hannes væri dáinn með því að senda tölvupóst í vinnuna þar sem tilkynnti sig veikan. Svo segist hann hafa farið að spila tölvuleiki til þess að dreifa huganum og reyna að gleyma því sem hann hafði gert. Þrátt fyrir allt þetta virðist Gunnar ekki hafa borið neinn kala til Hannesar Helgasonar. Því þegar lögreglan spyr hvaða tilfinnignar hann hafi borið til Hannesar svarar Gunnar því til að Hannes hafi verið fínn gaur og almennilegur. En að vegna afbrýðissemi hafi hann viljað losna við hann eins og hann orðar það. Færa má rök fyrir því að þessa mikli undirbúningur Gunnars og hve lengi hann stóð yfir bendi til þess að hann hafi haft einbeittan ásetning til að bana Hannesi. Það er að minnsta kosti skoðun fjölskyldu Hannesar Helgasonar. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Sjá meira
Morðið á Hannesi Helgasyni var afrakstur margra mánaða undirbúningsvinnu Gunnars Rúnars Sigurþórssonar sem skipulagði hvert smáatriði áður en hann lét til skarar skríða. Þetta kemur fram í játningu Gunnars sem fréttastofan er með undir höndum Í játningunni kemur fram að um mitt ár 2009 hafi Gunnar Rúnar byrjað að hugsa um að myrða Hannes Þór Helgason. En tilefnið var einhvers konar þráhyggja hans í garð unnustu Hannesar. Við undirbúninginn sankaði Gunnar smátt og smátt að sér hlutum sem hann hugðist nota við morðið. Hlutum eins og lambúshettu, latexhönskum, límbandi og hníf. Þessa hluti geymdi Gunnar í bílnum sínum í marga mánuði á meðan hann beið eftir rétta tækifærinu til að láta til skarar skríða. Aðfaranótt sunnudagsins 15 ágúst síðastliðinn taldi Gunnar að sá tími væri kominn. Hann fór frá heimili sínu og keyrði inn í Setbergshverfið í Hafnarfirði þar sem hann lagði svo bílnum sínum skammt frá heimili Hannesar. Hann vafði plastpoka um fætur sínar og límdi þá fasta til að skilja ekki eftir skóför. Hann setti á sig latexhanska og lambhúshettu og klæddi sig í stóra úlpu og gekk svo síðustu metrana að húsi Hannesar með hnífi í hendi. Hugmyndina að því að undirbúa sig á þennan hátt segist Gunnar hafa fengið úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum á borð við CSI. Gunnar vissi að bakdyrnar að húsi Hannesar voru ólæstar og þannig komst hann inn í svefnherbergið þar sem Hannes lá einn sofandi. Gunnar segist hafa staðið yfir Hannesi í nokkrar mínútur áður en hann lagði til atlögu en hann lýsir því sjálfur að hann hafi fram á síðustu stundu verið að bíða eftir því einhver myndi stöðva hann. Eftir að hafa myrt Hannes hljóp Gunnar út úr húsinu. Klæddi sig úr úlpunni, tók af sér hanskana og pokana, setti allt í plastpoka ásamt hnífnum og fleygði út í Hafnarfjarðarhöfn. Gunnar brást við fréttum kvöldið eftir um að Hannes væri dáinn með því að senda tölvupóst í vinnuna þar sem tilkynnti sig veikan. Svo segist hann hafa farið að spila tölvuleiki til þess að dreifa huganum og reyna að gleyma því sem hann hafði gert. Þrátt fyrir allt þetta virðist Gunnar ekki hafa borið neinn kala til Hannesar Helgasonar. Því þegar lögreglan spyr hvaða tilfinnignar hann hafi borið til Hannesar svarar Gunnar því til að Hannes hafi verið fínn gaur og almennilegur. En að vegna afbrýðissemi hafi hann viljað losna við hann eins og hann orðar það. Færa má rök fyrir því að þessa mikli undirbúningur Gunnars og hve lengi hann stóð yfir bendi til þess að hann hafi haft einbeittan ásetning til að bana Hannesi. Það er að minnsta kosti skoðun fjölskyldu Hannesar Helgasonar.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Sjá meira