Enski boltinn

Leikmaður Leeds United valinn í ástralska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neil Kilkenny í leik með Leeds í vetur.
Neil Kilkenny í leik með Leeds í vetur. Mynd/Nordic Photos/Getty
Neil Kilkenny, miðjumaður enska b-deildarliðsins Leeds United, er í landsliðshópi Ástrala í Asíukeppninni sem fer fram í Katar í næsta mánuði. Kilkenny hefur ekki spilað fyrir ástralska landsliðið síðan árið 2008 en hann er í 23 manna hóp Holger Osieck.

Neil Kilkenny er 25 ára gamall og hefur leikið yfir 100 leiki með Leeds frá árinu 2008. Hann er fæddur í Englandi og lék með yngri landsliðum Englands áður en hann ákvað að spila fyrir A-landslið Ástrala.

Stórstjörnur Ástrala eru allir í hópnum. Tim Cahill hjá Everton, Lucas Neill og Harry Kewell hjá Galatasaray og Mark Schwarzer hjá Fulham.

Ástralía spilar vináttulandsleik við Sameinuðu arabísku furstadæmin áður en liðið mætir Indlandi í fyrsta leik sínum í Asíukeppninni 10. janúar næstkomandi. Ástralar eru einnig með Suður-Kóreu og Barein í riðli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×