Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp 25. mars 2010 06:00 Ásgerður Jóna hjá fjölskylduhjálp .... Fréttablaðið/GVA Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar, segir að byrjað hafi verið með þetta kerfi í gær og það verði til frambúðar, verði ásókn útlendinga í aðstoð áfram svo mikil. Útlendingarnir mæti snemma í biðröðina og starfsmenn Fjölskylduhjálparinnar hafi horft upp á það að íslensku barnafólki og eldri borgurum hafi vaxið biðin í augum og gefist upp. „Við stöndum ekki hér og horfum fram hjá því þegar eldra fólk, sem hefur stritað alla ævi, þarf frá að hverfa vegna ásóknar útlendinga sem eru margir hverjir einungis með dvalarleyfi og kannski ekki á bótum,“ segir Ásgerður Jóna. Í gær hafi um fimm hundruð fjölskyldum verið hjálpað, þar af hátt í tvö hundruð erlendum. Ásgerður segir erlenda biðraðamenningu öðruvísi en íslenska. Fílefldir pólskir karlmenn mæti til dæmis snemma dags. Síðar um daginn komi fleiri og fái kannski að fara inn í röðina hjá þeim. „Þetta er ákveðin sjálfsbjargarviðleitni hjá þeim,“ segir Ásgerður Jóna, sem ítrekar að allir hafi fengið mat í gær eins og venjulega og að einhverjar einstæðar erlendar mæður hafi einnig fengið að fara fram fyrir biðröðina. Héðan í frá, segir Ásgerður, eiga erlendir skjólstæðingar Fjölskylduhjálpar að koma með sérstakan pappír frá Félagsþjónustu Reykjavíkur og sýna þannig fram á að þeir þurfi í raun á aðstoð að halda. „Þeir mega koma einu sinni í mánuði en ef þeir þurfa meira eiga þeir að koma með pappíra.“ Erfitt sé að fylgjast með aðstæðum útlendinganna og vita hverjir séu hjálpar þurfi og hverjir ekki. Með þessu nýja kerfi ætti að fækka í röðunum. Íslendingar þurfi einnig að sýna fram á þörf fyrir aðstoð, til dæmis með því að sýna launaseðla. Jórunn Frímannsdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þessar fréttir koma á óvart. Beðið verði um skýringar frá Fjölskylduhjálpinni á því hvers vegna þessi leið er farin. - kóþ / sjá síðu 2 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar, segir að byrjað hafi verið með þetta kerfi í gær og það verði til frambúðar, verði ásókn útlendinga í aðstoð áfram svo mikil. Útlendingarnir mæti snemma í biðröðina og starfsmenn Fjölskylduhjálparinnar hafi horft upp á það að íslensku barnafólki og eldri borgurum hafi vaxið biðin í augum og gefist upp. „Við stöndum ekki hér og horfum fram hjá því þegar eldra fólk, sem hefur stritað alla ævi, þarf frá að hverfa vegna ásóknar útlendinga sem eru margir hverjir einungis með dvalarleyfi og kannski ekki á bótum,“ segir Ásgerður Jóna. Í gær hafi um fimm hundruð fjölskyldum verið hjálpað, þar af hátt í tvö hundruð erlendum. Ásgerður segir erlenda biðraðamenningu öðruvísi en íslenska. Fílefldir pólskir karlmenn mæti til dæmis snemma dags. Síðar um daginn komi fleiri og fái kannski að fara inn í röðina hjá þeim. „Þetta er ákveðin sjálfsbjargarviðleitni hjá þeim,“ segir Ásgerður Jóna, sem ítrekar að allir hafi fengið mat í gær eins og venjulega og að einhverjar einstæðar erlendar mæður hafi einnig fengið að fara fram fyrir biðröðina. Héðan í frá, segir Ásgerður, eiga erlendir skjólstæðingar Fjölskylduhjálpar að koma með sérstakan pappír frá Félagsþjónustu Reykjavíkur og sýna þannig fram á að þeir þurfi í raun á aðstoð að halda. „Þeir mega koma einu sinni í mánuði en ef þeir þurfa meira eiga þeir að koma með pappíra.“ Erfitt sé að fylgjast með aðstæðum útlendinganna og vita hverjir séu hjálpar þurfi og hverjir ekki. Með þessu nýja kerfi ætti að fækka í röðunum. Íslendingar þurfi einnig að sýna fram á þörf fyrir aðstoð, til dæmis með því að sýna launaseðla. Jórunn Frímannsdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þessar fréttir koma á óvart. Beðið verði um skýringar frá Fjölskylduhjálpinni á því hvers vegna þessi leið er farin. - kóþ / sjá síðu 2
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira