Enski boltinn

Pardew: Ekki mörg lið sem skora þrjú á móti Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alan Pardew, stjóri Newcastle.
Alan Pardew, stjóri Newcastle. Mynd/AP
„Þetta var frábær sigur og það eru ekki mörg lið sem geta skorað þrjú mörk á móti Liverpool," sagði stoltur Alan Pardew eftir 3-1 sigur Newcastle á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn og hann skilaði liðinu upp fyrir Liverpool og í 8. sætið í deildinni.

„Það var frábært andrúmsloft inn á vellinum og ég er mjög ánægður með það. Ég er ánægður með hvernig leikmennirnir tóku við nýjum hlutum en flest af því sem skilaði þessum sigri var hér til staðar áður en að ég kom," sagði Pardew.

„Ég er mjög sáttur með góðar viðtökur hjá öllum í félaginu en auðvitað fundu allir til með Chris Hughton. Það var ekki auðvelt fyrir nýjan stjóra að koma inn í slíkar kringumstæður," sagði Pardew.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×