Innlent

Síldarkvótinn 144 þúsund tonn

Kolmunnaveiðar Verðmæti kolmunnakvótans rýrnar um þrjá og hálfan milljarð.nordicphotos/afp
Kolmunnaveiðar Verðmæti kolmunnakvótans rýrnar um þrjá og hálfan milljarð.nordicphotos/afp MYND/AFP

Íslenskum skipum verður heimilt að veiða 144 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld árið 2011. Samkomulag náðist um stjórnun veiða úr stofninum á fundi strandríkja í London í gær. Heildaraflinn verður 988 þúsund tonn sem er 33 prósenta lækkun milli ára.

Niðurstaða strandríkjanna er í fullu samræmi við vísindaráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og þá langtíma stjórnunaráætlun sem sett hefur verið. Staða stofnsins er góð og stofninn hefur verið nýttur á sjálfbæran hátt undanfarin ár. Árgangar undanfarinna fimm ára hafa þó verið minni en á tímabilinu 1998 til 2004 þegar sterkir árgangar komu inn í stofninn. Áður samþykkt stjórnunaráætlun og stofnstærðarmat ICES gefur heildarafla upp á 988 þúsund tonn.

Fyrr í vikunni var einnig skrifað undir samning um stjórnun veiða úr kolmunnastofninum og er heildaraflamark 44.100 tonn fyrir árið 2011 sem er 90 prósenta lækkun á milli ára. Íslensk skip fá 6.500 tonn í sinn hlut.

Tekjumissir íslenskra útgerða vegna minni kvóta í síld og kolmunna nemur allt að tíu milljörðum króna, að mati hagsmunaaðila.

- shá



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×