Innlent

Bjarni með „volgt umboð“

Stefanía Óskarsdóttir.
Stefanía Óskarsdóttir.

Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að staða Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins hafi ekki styrkst við að fá 62 prósenta stuðning í embætti formanns og hann komi af landsfundi með volgt umboð. Hún segist telja að landsfundargestir hafi viljað senda þau skilaboð að Sjálfstæðisflokkurinn ætti enn ýmislegt ógert í uppgjöri á fortíðinni og hruninu.

Pétur Blöndal kynnti framboð sitt til formanns í gærmorgun, sama dag og landsfundur hófst og fékk tæplega þrjátíu prósent atkvæðanna, en Bjarni var endurkjörinn formaður með 62 prósent greiddra atkvæða. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segir að menn megi ekki draga og víðtækar ályktanir af niðurstöðunni. Hins vegar sé niðurstaðan vísbending um að sterkur mótframbjóðandi hefði getað unnið Bjarna.

Stefanía segir að fólk hafi haldið aftur af sér við að lýsa yfir fullum stuðningi við Bjarna að svo stöddu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.