Félögum múslima gert að sameinast um eina mosku 9. desember 2010 06:45 Hluti af vandanum er að borgin á ekki margar hentugar lóðir fyrir moskur, segir formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. Tvö félög múslima vilja fá lóð undir mosku í Reykjavík. Borgaryfirvöld hyggjast aðeins útvega eina lóð fyrir mosku og vilja að félögin sameinist um bænahúsið. „Við erum náttúrlega ekki að fara að úthluta tveimur lóðum fyrir moskur strax og finnst eðlilegt að þeir geti sameinast um að byggja sér mosku," segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. Það eru Félag múslima og hið nýja Menningarsetur múslima á Íslandi sem óska eftir lóðum fyrir mosku. Páll bendir á að Félag múslima hafi nú í tíu ár sótt um lóð. „Það hefur verið alls kyns tregða á því. Hluti af vandanum er að Reykjavíkurborg liggur ekki á mörgum lóðum sem henta fyrir moskur og þannig er enn þó að það sé verið að höggva á þann hnút," segir Páll, sem kveðst búast við að fljótlega á komandi ári verði málið afgreitt á einn eða annan veg, með synjun eða úthlutun. Einar Páll Tamimi, lögmaður Félags múslima, segir kröfu borgaryfirvalda stangast á við stjórnsýslulög. „Borgaryfirvöld hafa úthlutað kristnum söfnuðum lóðum til byggingar tilbeiðsluhúsa án þess að gera kröfu um að mismunandi kristin trúfélög sameinist um nýtingu slíkra lóða, og ljóst er að ekki verða með réttu gerðar aðrar kröfur til múslimskra trúfélaga heldur en kristinna," segir í bréfi lögmannsins til skipulagsyfirvalda. Í lóðaumsókn Menningarseturs múslima sem keypti á dögunum tónlistarhúsið Ými virðist ranglega litið svo að múslimum hafi þegar verið úthlutað lóð fyrir mosku. Þar segir að formaður Félags múslima, Salmann Tamimi, geti ekki sætt sig við að bæði félögin hafi fengið lóðina. „Að sjálfsögðu fer lóðin til allra múslima á Íslandi en ekki einungis hluta þeirra og þetta hefur viðkomandi þótt erfitt að kyngja," skrifar Karim Askari, varaformaður Menningarseturs múslima, í lóðaumsókn þess félags. Ágreiningur hefur verið milli hópanna tveggja. - gar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Tvö félög múslima vilja fá lóð undir mosku í Reykjavík. Borgaryfirvöld hyggjast aðeins útvega eina lóð fyrir mosku og vilja að félögin sameinist um bænahúsið. „Við erum náttúrlega ekki að fara að úthluta tveimur lóðum fyrir moskur strax og finnst eðlilegt að þeir geti sameinast um að byggja sér mosku," segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. Það eru Félag múslima og hið nýja Menningarsetur múslima á Íslandi sem óska eftir lóðum fyrir mosku. Páll bendir á að Félag múslima hafi nú í tíu ár sótt um lóð. „Það hefur verið alls kyns tregða á því. Hluti af vandanum er að Reykjavíkurborg liggur ekki á mörgum lóðum sem henta fyrir moskur og þannig er enn þó að það sé verið að höggva á þann hnút," segir Páll, sem kveðst búast við að fljótlega á komandi ári verði málið afgreitt á einn eða annan veg, með synjun eða úthlutun. Einar Páll Tamimi, lögmaður Félags múslima, segir kröfu borgaryfirvalda stangast á við stjórnsýslulög. „Borgaryfirvöld hafa úthlutað kristnum söfnuðum lóðum til byggingar tilbeiðsluhúsa án þess að gera kröfu um að mismunandi kristin trúfélög sameinist um nýtingu slíkra lóða, og ljóst er að ekki verða með réttu gerðar aðrar kröfur til múslimskra trúfélaga heldur en kristinna," segir í bréfi lögmannsins til skipulagsyfirvalda. Í lóðaumsókn Menningarseturs múslima sem keypti á dögunum tónlistarhúsið Ými virðist ranglega litið svo að múslimum hafi þegar verið úthlutað lóð fyrir mosku. Þar segir að formaður Félags múslima, Salmann Tamimi, geti ekki sætt sig við að bæði félögin hafi fengið lóðina. „Að sjálfsögðu fer lóðin til allra múslima á Íslandi en ekki einungis hluta þeirra og þetta hefur viðkomandi þótt erfitt að kyngja," skrifar Karim Askari, varaformaður Menningarseturs múslima, í lóðaumsókn þess félags. Ágreiningur hefur verið milli hópanna tveggja. - gar
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira