Sjálfshjálparplata fyrir utangarðsfólk í samfélaginu 7. nóvember 2010 15:00 Helgi Valur vill ögra fólki með sinni nýjustu plötu, Electric Ladyboyland. fréttablaðið/Stefán Helgi Valur Ásgeirsson vill ögra fólki með sinni þriðju plötu, Electric Ladyboyland. Hann tekur upp hanskann fyrir transfólk og aðra sem hafa orðið út undan í samfélaginu. Þriðja plata tónlistarmannsins Helga Vals, Electric Ladyboyland, er komin út. Auk Helga kemur að plötunni fjöldi reyndra tónlistarmanna undir samnefnaranum The Shemales, þar á meðal nokkrir meðlimir Amiinu. Fjölbreyttar lagasmíðarAð sögn Helga var platan í þrjú til fjögur ár í vinnslu. „Ég var í rauninni að gera tvær plötur á sama tíma. Svo var ég í meistaranámi í blaða- og fréttamennsku þannig að maður átti erfitt með að einbeita sér að þessu. Þetta var stórt verkefni og dýrt og rosalega mikið af tónlistarmönnum að spila með mér," segir Helgi, sem sendi á síðasta ári frá sér rappplötuna The Black Man is God, The White Man is the Devil. Frumburður hans, Demise of Faith, kom út 2005 eftir að hann sigraði í Trúbadorakeppni Rásar 2. „Fyrsta platan mín var nánast strípuð en þetta er algjör andstæða hennar," útskýrir hann og segist engan áhuga hafa á að gera sömu plötuna tvisvar. Í þetta sinn eru blásturs- og strengjahljóðfæri áberandi og fjölbreytnin er í fyrirrúmi í lagasmíðunum. Reynir að fanga kvenlegu eiginleikana í sérEiginkona Helga, Jóna Hildur Sigurðardóttir, hannaði hið ögrandi umslag Electric Ladyboyland. Þar stillir popparinn sér upp í þröngum, gylltum latexgalla. Helgi hefur gaman af því að ögra fólki. „Ég er að reyna að fá fólk til að sætta sig við það sem er frábrugðið í samfélaginu. Ég vil vekja upp spurningar um kynímyndir og af hverju það er í lagi fyrir konur að gera út á kynlíf en ekki karlmenn. Af hverju konur mega mála sig en ekki karlmenn. Maður var að taka upp hanskann fyrir svarta manninn á síðustu plötu en nú er það kannski „shemale-ið", sem er seinasti minnihlutahópurinn til að vera viðurkenndur af samfélaginu," segir hann og á við transfólk. „Annars er maður mest að syngja um sjálfan sig. Þetta er nokkurs konar sjálfshjálparplata fyrir manneskjur sem passa ekki alveg inn í samfélagið. Maður er svolítið þannig. Maður er að reyna að fanga kvenlegu eiginleikana í sér." Tókst á við veikindi sínHelgi átti í andlegum erfiðleikum eftir að hann lauk upptökum á plötunni og þurfti að leggjast inn á geðdeild. Aðspurður segir hann að álagið í kringum plöturnar tvær og námið sem hann var í á sama tíma hafi haft þar sitt að segja. „Þetta er eitthvað sem allir geta lent í, held ég, og það eru ótrúlega margir sem lenda í þessu, sérstaklega núna." Hann bætir við að tónlistarsköpunin hafi hjálpað sér við að kljást við veikindin og hvetur jafnframt þá sem eiga við andleg vandamál að stríða að leita sér hjálpar eins og hann gerði. Eins og áður segir er hinn 31 árs gamli Helgi meistari í blaða- og fréttamennsku og getur vel hugsað sér að vinna við fjölmiðla í framtíðinni. „Kannski maður fari í það þegar maður er búinn með þetta. Það var alltaf planið að gefa út þrjár plötur. Maður er alla vega búinn að ná takmarkinu sínu." Útgáfutónleikar Helga Vals eru fyrirhugaðir 17. nóvember. freyr@frettabladid.is Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Helgi Valur Ásgeirsson vill ögra fólki með sinni þriðju plötu, Electric Ladyboyland. Hann tekur upp hanskann fyrir transfólk og aðra sem hafa orðið út undan í samfélaginu. Þriðja plata tónlistarmannsins Helga Vals, Electric Ladyboyland, er komin út. Auk Helga kemur að plötunni fjöldi reyndra tónlistarmanna undir samnefnaranum The Shemales, þar á meðal nokkrir meðlimir Amiinu. Fjölbreyttar lagasmíðarAð sögn Helga var platan í þrjú til fjögur ár í vinnslu. „Ég var í rauninni að gera tvær plötur á sama tíma. Svo var ég í meistaranámi í blaða- og fréttamennsku þannig að maður átti erfitt með að einbeita sér að þessu. Þetta var stórt verkefni og dýrt og rosalega mikið af tónlistarmönnum að spila með mér," segir Helgi, sem sendi á síðasta ári frá sér rappplötuna The Black Man is God, The White Man is the Devil. Frumburður hans, Demise of Faith, kom út 2005 eftir að hann sigraði í Trúbadorakeppni Rásar 2. „Fyrsta platan mín var nánast strípuð en þetta er algjör andstæða hennar," útskýrir hann og segist engan áhuga hafa á að gera sömu plötuna tvisvar. Í þetta sinn eru blásturs- og strengjahljóðfæri áberandi og fjölbreytnin er í fyrirrúmi í lagasmíðunum. Reynir að fanga kvenlegu eiginleikana í sérEiginkona Helga, Jóna Hildur Sigurðardóttir, hannaði hið ögrandi umslag Electric Ladyboyland. Þar stillir popparinn sér upp í þröngum, gylltum latexgalla. Helgi hefur gaman af því að ögra fólki. „Ég er að reyna að fá fólk til að sætta sig við það sem er frábrugðið í samfélaginu. Ég vil vekja upp spurningar um kynímyndir og af hverju það er í lagi fyrir konur að gera út á kynlíf en ekki karlmenn. Af hverju konur mega mála sig en ekki karlmenn. Maður var að taka upp hanskann fyrir svarta manninn á síðustu plötu en nú er það kannski „shemale-ið", sem er seinasti minnihlutahópurinn til að vera viðurkenndur af samfélaginu," segir hann og á við transfólk. „Annars er maður mest að syngja um sjálfan sig. Þetta er nokkurs konar sjálfshjálparplata fyrir manneskjur sem passa ekki alveg inn í samfélagið. Maður er svolítið þannig. Maður er að reyna að fanga kvenlegu eiginleikana í sér." Tókst á við veikindi sínHelgi átti í andlegum erfiðleikum eftir að hann lauk upptökum á plötunni og þurfti að leggjast inn á geðdeild. Aðspurður segir hann að álagið í kringum plöturnar tvær og námið sem hann var í á sama tíma hafi haft þar sitt að segja. „Þetta er eitthvað sem allir geta lent í, held ég, og það eru ótrúlega margir sem lenda í þessu, sérstaklega núna." Hann bætir við að tónlistarsköpunin hafi hjálpað sér við að kljást við veikindin og hvetur jafnframt þá sem eiga við andleg vandamál að stríða að leita sér hjálpar eins og hann gerði. Eins og áður segir er hinn 31 árs gamli Helgi meistari í blaða- og fréttamennsku og getur vel hugsað sér að vinna við fjölmiðla í framtíðinni. „Kannski maður fari í það þegar maður er búinn með þetta. Það var alltaf planið að gefa út þrjár plötur. Maður er alla vega búinn að ná takmarkinu sínu." Útgáfutónleikar Helga Vals eru fyrirhugaðir 17. nóvember. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira