Enski boltinn

Benitez vill fá Lucas til Inter

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fæstir búast við því að Brasilíumaðurinn Lucas Leiva verði mikið lengur í herbúðum Liverpool en hann hefur engan veginn staðið undir væntingum.

Miðjumaðurinn er orðaður við nokkur lið þessa dagana og þar á meðal Stoke City.

Nýjasta nýtt er að Inter sé að undirbúa 5 milljón punda tilboð í leikmanninn en þjálfari Inter, Rafa Benitez, var áður stjóri Lucas hjá Liverpool og fékk hann reyndar til félagsins.

Miðað við þessar fréttir hefur Benitez ekki misst trúna á hæfileika miðjumannsins þó svo flestir stuðningsmenn Liverpool hafi gert það. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.