Innlent

Gosið enn í fullum gangi

MYND/Sigurjón Ólason

Eldgosið í Eyjafjallajökli er enn í fullum gangi að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir að gosóróinn hafi minnkað um tíu leytið í morgun en síðan rauk hann aftur upp um ellefu leytið og hefur hann gengið í púlsum eftir það en ávallt verið meiri en þegar hann var minnstur klukkan tíu.

Fáir jarðskjálftar hafa mælst í dag og hefur skjálftavirkni á svæðinu dottið niður frá því gosið hófst. Um 20 til 30 skjálftar hafa mælst það sem af er degi og hafa margir þeirra verið mjög grunnir. Sigurlaug segir þetta eðlilegt, skjálftavirkni minnki ávallt eftir að gos hefst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×