Framkvæmdastjóri SI: Nýsköpun mun skaðast 27. apríl 2010 10:56 Jón Steindór Valdimarsson segir að það þurfi að bregðast sem fyrst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. „Þetta er stór þáttur í okkar tekjustraumum en tilvera okkar veltur ekki á þessu," segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins, en Mannréttindadómstóll Evrópu birti úrskurð í morgun um að iðnmálagjald sé ólögmætt. Það var húsasmiðurinn Vörður Ólafsson sem kærði málið til Mannréttindadómstólsins. Hæstiréttur Íslands hefur hinsvegar tvisvar úrskurðað að gjöldin séu lögleg. Iðnmálagjald er gjald upp á 0,08 prósent sem leggjast á allan iðnað í landinu. Gjöldin fara eftir umsvifum fyrirtækja. Tekjunum skal svo varið til þess að vinna að eflingu iðnaðar og iðnþróunar í landinu. „Það hefur verið sátt um þetta í 40 ár," segir Jón Steindór. Aðspurður hversu háar upphæðir sé um að ræða segir Jón að á mesta uppsveiflutímabilinu hafi tekjurnar verið um 400 milljónir. Hann bendir þó á að það sé afbrigðilegt í ljósi ástandsins sem þá ríkti. Jón áréttar þó að upphæðirnar geti verið háar. Að sögn Jóns þá mun dómur Mannréttindadómstólsins helst bitna á nýsköpun og menntamálum innan iðnaðarins enda skylt samkvæmt lögum að endurúthluta peningunum í iðnað og iðnþróun í landinu. Jón segir að hingað til hafi verið sátt um hlutverk Samtaka Iðnaðarins í þessu samhengi. Nú er það í uppnámi. Jón segir næsta skref sé að fara betur yfir dóminn sem var birtur í morgun. Þá þurfi að funda með iðnaðarráðherra vegna málsins en ráðuneytið fer með eftirlit vegna gjaldanna. Aðspurður hvort dómurinn sé ekki einfaldlega réttlátur segir Jón að samtökin muni ekki deila við dómarann. „Það verður samt að bregðast við þessu sem allra fyrst," segir Jón Steindór sem stefnir á að funda með iðnaðarráðherra vegna málsins. Tengdar fréttir Iðnaðarmálagjald stenst ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm um lögmæti iðnaðarmálagjalds í morgun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að lögin um iðnaðarmálagjaldið stæðust ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. 27. apríl 2010 10:29 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
„Þetta er stór þáttur í okkar tekjustraumum en tilvera okkar veltur ekki á þessu," segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins, en Mannréttindadómstóll Evrópu birti úrskurð í morgun um að iðnmálagjald sé ólögmætt. Það var húsasmiðurinn Vörður Ólafsson sem kærði málið til Mannréttindadómstólsins. Hæstiréttur Íslands hefur hinsvegar tvisvar úrskurðað að gjöldin séu lögleg. Iðnmálagjald er gjald upp á 0,08 prósent sem leggjast á allan iðnað í landinu. Gjöldin fara eftir umsvifum fyrirtækja. Tekjunum skal svo varið til þess að vinna að eflingu iðnaðar og iðnþróunar í landinu. „Það hefur verið sátt um þetta í 40 ár," segir Jón Steindór. Aðspurður hversu háar upphæðir sé um að ræða segir Jón að á mesta uppsveiflutímabilinu hafi tekjurnar verið um 400 milljónir. Hann bendir þó á að það sé afbrigðilegt í ljósi ástandsins sem þá ríkti. Jón áréttar þó að upphæðirnar geti verið háar. Að sögn Jóns þá mun dómur Mannréttindadómstólsins helst bitna á nýsköpun og menntamálum innan iðnaðarins enda skylt samkvæmt lögum að endurúthluta peningunum í iðnað og iðnþróun í landinu. Jón segir að hingað til hafi verið sátt um hlutverk Samtaka Iðnaðarins í þessu samhengi. Nú er það í uppnámi. Jón segir næsta skref sé að fara betur yfir dóminn sem var birtur í morgun. Þá þurfi að funda með iðnaðarráðherra vegna málsins en ráðuneytið fer með eftirlit vegna gjaldanna. Aðspurður hvort dómurinn sé ekki einfaldlega réttlátur segir Jón að samtökin muni ekki deila við dómarann. „Það verður samt að bregðast við þessu sem allra fyrst," segir Jón Steindór sem stefnir á að funda með iðnaðarráðherra vegna málsins.
Tengdar fréttir Iðnaðarmálagjald stenst ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm um lögmæti iðnaðarmálagjalds í morgun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að lögin um iðnaðarmálagjaldið stæðust ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. 27. apríl 2010 10:29 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Iðnaðarmálagjald stenst ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm um lögmæti iðnaðarmálagjalds í morgun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að lögin um iðnaðarmálagjaldið stæðust ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. 27. apríl 2010 10:29