Innlent

Vonarstræti 12 á leið á næsta horn

Bakhúsið á Vonarstræti 12 fór á flug á mánudag og skildi eftir sig sár í aðalhúsinu sem reiknað er með að fylgi á eftir í dag.
Fréttablaðið/Gva
Bakhúsið á Vonarstræti 12 fór á flug á mánudag og skildi eftir sig sár í aðalhúsinu sem reiknað er með að fylgi á eftir í dag. Fréttablaðið/Gva

Hafinn er flutningur á byggingunum við Vonarstræti 12 yfir á nýjan stað á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Húsið hefur síðustu árin þjónað sem skrifstofa þingflokks Vinstri grænna en þar voru ýmsir flokkar áður.

Bakhúsinu, þar sem upphaflega var prentsmiðja, var lyft frá og það sett til hliðar á mánudag. Búist er við að flutningur sjálfs aðalhússins hefjist á morgun og er áætlað að hann taki allt að þrjá daga. Til verksins verða notaðir tveir stærstu kranar landsins.

Á nýja staðnum verður Vonarstræti 12 hluti af húslengju Alþingis við Kirkjustræti. Ekki er búið að ákveða hvaða hlutverki nákvæmlega það muni gegna í framtíðinni. Næsta hús þar við hliðina á er húsið Skjaldbreið sem ákveðið hefur verið að endurnýja. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×