Enginn framboðslisti í Reykhólahreppi SB skrifar 5. júlí 2010 09:22 Óskar Steingrímsson, sveitastjóri Reykhólahrepps. Ekki hefur enn borist framboðslisti til hreppsnefndarkjörs í Reykhólahreppi. Skilafrestur rann út á hádegi í gær. Endurtaka þurfti sveitastjórnarkosningarnar í hreppnum þegar gleymdist að senda upplýsingar um kosningarnar á íbúa í Flatey. Í viðtali við Vísi viðurkenndi Óskar Steingrímsson, sveitastjóri Reykhólahrepps, að honum hefðu orðið mistök á þegar hann sendi bréf til íbúa Flateyjar of seint af stað. „Þetta eru jú mistök og það getur vel verið að hægt sé að skrifa þau á mig,“ sagði Óskar. Halldór D. Gunnarsson, formaður kjörstjórnar, segir menn nú bíða fram á hádegið eftir því hvort framboðslisti líti dagsins ljós. „Mér hefur verið sagt að þegar enginn eða aðeins einn listi berst kjörstjórn framlengist fresturinn. En ég reikna ekki með því að það komi inn lista. Hér hafa ekki verið framboðslistar í mörg ár." Kosningarnar til sveitastjórnar verða haldnar 24. júlí. Þegar enginn framboðslisti berst eru haldnar óbundnar persónukosningar þar sem allir í hreppnum eru kjöri. „Það eru allir í framboði nema þeir sem biðjast undan kosningu," segir Halldór sem bindur vonir við að kosningarnar nú gangi snuðrulaust fyrir sig. „Já, það er ekkert gaman að standa í þessu aftur og aftur." Innlent Tengdar fréttir Sveitastjóri blæs á lygasögur Gengið verður til kosninga í Reykhólahreppi þann 24. júlí næstkomandi. Endurtaka þarf kosningarnar vegna mistaka sveitastjórans en það láðist að senda íbúum Flateyjar upplýsingar um sveitastjórnarkosningarnar á dögunum. Sveitastjórinn blæs á sögur þess efnis að hann hafi þegar sótt um aðra sveitastjórastöðu. 24. júní 2010 10:31 Íbúi Flateyjar kærði kosningarnar Endurtaka þarf sveitarstjórnarkosningar í Reykhólahreppi þar sem nefnd, skipuð af sýslumanninum á Patreksfirði, hefur úrskurðað kosningarnar ógildar. Samkvæmt niðurstöðu nefndarinnar lét kjörstjórn hjá líða að kynna komandi sveitarstjórnarkosningar og fyrirkomulag þeirra fyrir íbúum eyja á Breiðafirði. Íbúi í Flatey kærði framkvæmd kosninganna en þar eru sjö 21. júní 2010 03:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ekki hefur enn borist framboðslisti til hreppsnefndarkjörs í Reykhólahreppi. Skilafrestur rann út á hádegi í gær. Endurtaka þurfti sveitastjórnarkosningarnar í hreppnum þegar gleymdist að senda upplýsingar um kosningarnar á íbúa í Flatey. Í viðtali við Vísi viðurkenndi Óskar Steingrímsson, sveitastjóri Reykhólahrepps, að honum hefðu orðið mistök á þegar hann sendi bréf til íbúa Flateyjar of seint af stað. „Þetta eru jú mistök og það getur vel verið að hægt sé að skrifa þau á mig,“ sagði Óskar. Halldór D. Gunnarsson, formaður kjörstjórnar, segir menn nú bíða fram á hádegið eftir því hvort framboðslisti líti dagsins ljós. „Mér hefur verið sagt að þegar enginn eða aðeins einn listi berst kjörstjórn framlengist fresturinn. En ég reikna ekki með því að það komi inn lista. Hér hafa ekki verið framboðslistar í mörg ár." Kosningarnar til sveitastjórnar verða haldnar 24. júlí. Þegar enginn framboðslisti berst eru haldnar óbundnar persónukosningar þar sem allir í hreppnum eru kjöri. „Það eru allir í framboði nema þeir sem biðjast undan kosningu," segir Halldór sem bindur vonir við að kosningarnar nú gangi snuðrulaust fyrir sig. „Já, það er ekkert gaman að standa í þessu aftur og aftur."
Innlent Tengdar fréttir Sveitastjóri blæs á lygasögur Gengið verður til kosninga í Reykhólahreppi þann 24. júlí næstkomandi. Endurtaka þarf kosningarnar vegna mistaka sveitastjórans en það láðist að senda íbúum Flateyjar upplýsingar um sveitastjórnarkosningarnar á dögunum. Sveitastjórinn blæs á sögur þess efnis að hann hafi þegar sótt um aðra sveitastjórastöðu. 24. júní 2010 10:31 Íbúi Flateyjar kærði kosningarnar Endurtaka þarf sveitarstjórnarkosningar í Reykhólahreppi þar sem nefnd, skipuð af sýslumanninum á Patreksfirði, hefur úrskurðað kosningarnar ógildar. Samkvæmt niðurstöðu nefndarinnar lét kjörstjórn hjá líða að kynna komandi sveitarstjórnarkosningar og fyrirkomulag þeirra fyrir íbúum eyja á Breiðafirði. Íbúi í Flatey kærði framkvæmd kosninganna en þar eru sjö 21. júní 2010 03:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sveitastjóri blæs á lygasögur Gengið verður til kosninga í Reykhólahreppi þann 24. júlí næstkomandi. Endurtaka þarf kosningarnar vegna mistaka sveitastjórans en það láðist að senda íbúum Flateyjar upplýsingar um sveitastjórnarkosningarnar á dögunum. Sveitastjórinn blæs á sögur þess efnis að hann hafi þegar sótt um aðra sveitastjórastöðu. 24. júní 2010 10:31
Íbúi Flateyjar kærði kosningarnar Endurtaka þarf sveitarstjórnarkosningar í Reykhólahreppi þar sem nefnd, skipuð af sýslumanninum á Patreksfirði, hefur úrskurðað kosningarnar ógildar. Samkvæmt niðurstöðu nefndarinnar lét kjörstjórn hjá líða að kynna komandi sveitarstjórnarkosningar og fyrirkomulag þeirra fyrir íbúum eyja á Breiðafirði. Íbúi í Flatey kærði framkvæmd kosninganna en þar eru sjö 21. júní 2010 03:30